Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Framlag til öldrunarstofnana á Suðurnesjum
Föstudagur 24. apríl 2009 kl. 14:24

Framlag til öldrunarstofnana á Suðurnesjum

Rétt skal vera rétt. Sjálfstæðismenn virðast nú með öllum ráðum og án þess að gæta þar nokkurrar sanngirni eða heiðarleika í málflutningi sínum, henda út sprengjum sem ætlaðar eru til að rugla fólk í rýminu. Nú er tími hræðasluáróðursins.
 
Í gær birtist frétt á vef  Víkurfrétta  þar sem viljandi var farið á svig við sannleikann og okkur íbúum á Suðurnesjum gert að trúa því að ekkert af þeim fjárveitingum sem úthlutað var úr framkvæmdarsjóði aldraðra rynni til Suðurnesja. Það verður að teljast ótrtúlega ósvífið að þeir sem þessa frétt skrifuðu eða kannski frekar sendu til blaðsins haldi sig ekki við það sem rétt er.
 
Ásta Ragnheiður  Jóhannesdóttir félags - og tryggingarmálaráðherra hefur því eftir fyrirspurn mína staðfest að þessi frétt í Vikurfréttum er beinlínis röng og leyfi ég mér af því tilefni að vitna hér að neðan til svars hennar við fyrirspurn minni.
 
“Vegna fréttar Víkurfrétta ,,Ekki króna í hjúkrunarrými á Suðurnesjum?”
sem birtist á vefsíðu miðilsins þann 23. apríl vill félags- og tryggingamálaráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri:
 
Framkvæmdasjóði aldraðra bárust í ár alls sex umsóknir frá aðilum á Suðurnesjum. Fjórar þeirra voru samþykktar og fengu úthlutað nú.
Afgreiðslu tveggja umsókna var frestað vegna ónógra gagna.
 
Auglýst var eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum árið 2009 í desember sl. Umsóknarfrestur var til 10. janúar sl. Samstarfsnefnd um málefni aldraða samþykkti tillögur um úthlutun og kynnti þær ráðherra í upphafi vikunnar. Úthlutanir ráðherra eru í samræmi við tillögur nefndarinnar. Í dag er unnið að því ljúka við að svara aðilum sem sóttu um framlög úr sjóðnum.”
 
Í ljósi framangreindra upplýsinga vil ég því biðja Víkurfréttir um að koma þessu á framfæri og tryggja þar með að þær upplýsingar sem gefnar eru um þetta séu frá fyrstu hendi og ekki afbakaðar á þann hátt er birtur var í Víkurfréttum í gær.
 
Með bestu kveðju
Björgvin G Sigurðsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024