Framkvæmd snjómoksturs í Grindavík.
Í grein sem Pétur Breiðfjörð Reynisson ritar og sendir til Víkurfrétta um snjómokstur í Grindavík er farið hörðum orðum um framkvæmdina og ófærð á vegum bæjarins.
Á síðasta kjörtímabili var allur búnaður Grindavíkurbæjar seldur af þáverandi meirihluta og ákveðið að leita til verktaka í bænum um snjóhreinsun þegar það ætti við. Svo er gert og sjá verktakar alfarið um þessa vinnu.
Varðandi snjómokstur síðastliðinn föstudag þá hófst hann um kl. 05.00 um morguninn og stóð fram eftir degi. Þegar mest var voru fjögur tæki notuð við hreinsun gatna. Var það mat starfmanna bæjarins að ekki þyrfti fleiri tæki til hreinsunar.
Fyrir kl.08.00 voru allar helstu leiðir bæjarins ruddar en ekki tókst fyrr en seinna um daginn að hreinsa aðrar götur. Varðandi hreinsun gangstétta þá skal tekið undir að hreinsun þeirra er ábótavant vegna tækjaskorts til að annast þau verk.
Sé ábending Péturs hins vegar í þá átt að verktakar bæjarins séu ekki að sinna þessum verkum sem þeim eru falin sem skyldi væri rétt að það kæmi fram og munu bæjaryfirvöld bregðast við slíkri kvörtun.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu barst enginn kvörtun frá íbúum Grindavíkur föstudaginn 6. febrúar s.l. Ekki er heldur vitað til þess að vegfarendur hafi ekki komist leiðar sinnar þrátt fyrir að allar götur væru ekki greiðfærar.
Varðandi misskilning Péturs um mismunandi laun bæjarfulltrúa þá er honum hér með boðið að kynna sér þau mál á skrifstofu bæjarins þannig að rétt verði með farið í framtíðinni en svo er að allir bæjarfulltrúar hafa sömu þóknanir fyrir störf í þágu bæjarfélagsins.
Kveðja.
Ólafur Örn Ólafsson
Bæjarstjóri.
Á síðasta kjörtímabili var allur búnaður Grindavíkurbæjar seldur af þáverandi meirihluta og ákveðið að leita til verktaka í bænum um snjóhreinsun þegar það ætti við. Svo er gert og sjá verktakar alfarið um þessa vinnu.
Varðandi snjómokstur síðastliðinn föstudag þá hófst hann um kl. 05.00 um morguninn og stóð fram eftir degi. Þegar mest var voru fjögur tæki notuð við hreinsun gatna. Var það mat starfmanna bæjarins að ekki þyrfti fleiri tæki til hreinsunar.
Fyrir kl.08.00 voru allar helstu leiðir bæjarins ruddar en ekki tókst fyrr en seinna um daginn að hreinsa aðrar götur. Varðandi hreinsun gangstétta þá skal tekið undir að hreinsun þeirra er ábótavant vegna tækjaskorts til að annast þau verk.
Sé ábending Péturs hins vegar í þá átt að verktakar bæjarins séu ekki að sinna þessum verkum sem þeim eru falin sem skyldi væri rétt að það kæmi fram og munu bæjaryfirvöld bregðast við slíkri kvörtun.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu barst enginn kvörtun frá íbúum Grindavíkur föstudaginn 6. febrúar s.l. Ekki er heldur vitað til þess að vegfarendur hafi ekki komist leiðar sinnar þrátt fyrir að allar götur væru ekki greiðfærar.
Varðandi misskilning Péturs um mismunandi laun bæjarfulltrúa þá er honum hér með boðið að kynna sér þau mál á skrifstofu bæjarins þannig að rétt verði með farið í framtíðinni en svo er að allir bæjarfulltrúar hafa sömu þóknanir fyrir störf í þágu bæjarfélagsins.
Kveðja.
Ólafur Örn Ólafsson
Bæjarstjóri.