Framboðsfundur í Stapa á fimmtudaginn
Framboðsfundur framboðslista í Reykjanesbæ verður haldin í Stapa fimmtudaginn 16. maí kl. 20.00. Hver flokkur fær 10 mín í framsögu en að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir spurningar úr sal.Öllum framboðum er heimilt að tilnefna einn fulltrúa sem situr fyrir svörum. Öll framboð í Reykjanesbæ fá 3 mínútur í lokaorð, segir í tilkynningu frá Framsóknarflokknum og Samfylkingunni í Reykjanesbæ sem barst Víkurfréttum nú í kvöld.