Framboðsfundur í kvöld - allir flokkar með fulltrúa
Í kvöld fer fram opinn framboðsfundur í Stapa á vegum framboða í Reykjanesbæ. Hvert framboð fær 10 mínutna framsögu sem má skipta milli fambjóðenda hvers framboðs. Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir spurningar úr sal. Hvert framboð mun síðan tilnefna einn fulltrúa sem stendur fyrir svörum. Jóhann Hlíðar Harðarsson fréttamaður verður fundarstjóri. Fundurinn hefst klukkan 20.00.Samkvæmt heimildum Víkurfréta mun Sjálfstæðisflokkurinn mæta með frambjóðanda á fundinn en Árni Sigfússon, oddviti flokksins sagði að fulltrúi á vegum Sjálfstæðismanna muni mæta, þó hafi ekki verið búið að ákveða hver það yrði en það yrði ákveðið seinni partinn í dag. Mikil umræða kom upp í kjölfar ágreinings Sjálfstæðisflokks við skipulag á fundinum og eru þeir enn ósattir með skipulagið að sögn Árna en munu þó mæta. Það verður því fróðlegt að fylgjast með fjörugum bæjarmálaumræðum milli Frmasóknarflokks, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks í Stapa í kvöld.