Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 8. október 2002 kl. 10:18

Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Flokksval Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar fer fram laugdaginn 9.nóvember n.k. Flokksval er lokað prófkjör og hafa þeir einir atkvæðarétt í flokksvalinu sem eru fullgildir félagar í Samfylkingunni samkvæmt flokkslögum og hafa gengið í flokkinn fyrir 2.nóvember 2002. Átta frambjóðendur hafa gefið kost á sér í flokksvalið.Þeir eru.

Lúðvík Bergvinsson sækist eftir 1.sæti.
Björgvin G. Sigurðsson sækist eftir 2-3.sæti.
Jón Gunnarsson sækist eftir 2.sæti.
Unnur G. Kristjánsdóttir sækist eftir 4.sæti.
Sigríður Jóhannesdóttir sækist eftir 2.-3.sæti.
Jóhann Geirdal sækist eftir 2.sæti.
Margrét Frímannsdóttir sækist eftir 1.sæti.
Önundur S. Björnsson sækist eftir 2.sæti.

Fjögur efstu sætin í flokksvalinu eru bindandi.

Kjörstaðir verða í Sandgerði, Vogum, Reykjanesbæ, Grindavík, Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfossi, Hvolsvelli, Höfn og Vestmannaeyjum.

3. október 2002.

F.h. Framkvæmdanefndar.
Kristinn M. Bárðarson formaður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024