Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Frambjóðendur heimsóttu Víkurfréttir
Miðvikudagur 18. október 2006 kl. 16:19

Frambjóðendur heimsóttu Víkurfréttir

Víkurfréttir fengu í dag skemmtilega heimsókn frá frambjóðendum Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi en þær Ragnheiður Hergeirsdóttir og Margrét Frímannsdóttir litu við á skrifstofum Víkurfrétta. Með Ragnheiði og Margréti í för var Sveindís Valdimarsdóttir en hún var sérlegur leiðsögumaður í ferðinni.

Margrét mun ekki gefa kost á sér í komandi prófkjöri Samfylkingarinnar en hún slóst í för með Ragnheiði henni til stuðnings. Á meðfylgjandi mynd eru Ragnheiður og Margrét með nokkrum af starfsmönnum Víkurfrétta.

Kvenframbjóðendur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi boða til sameiginlegs kynningarfundar í kvöld kl. 20:30 í Víkinni að Hafnargötu 80, sal Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 

Þrjár konur úr Reykjanesbæ taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi en þær eru Sigríður Jóhannesdóttir, Jenný Þórkatla Magnúsdóttir og Lilja Samúelsdóttir.

VF-mynd/ frá vinstri: Jófríður Leifsdóttir, Guðrún Karitas Garðarsdóttir, Hanna Björg Konráðsdóttir, Aldís Jónsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Ragnheiður Hergeirsdóttir og Margrét Frímannsdóttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024