Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Frambjóðendur á ferðinni
Föstudagur 17. apríl 2009 kl. 11:40

Frambjóðendur á ferðinni

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins eru á ferðinni um Reykjanesbæ í dag.  Frambjóðendurnir koma við fyrirtækjum og stofnunum víða um bæjarfélagið og ræða við kjósendur. Sjálfstæðisflokkurinn  í Suðurkjördæmi  greip til þeirra ráða, þar sem kjördæmið er víðfemt, að merkja rútu. Frambjóðendur hafa því verið öll saman í rútunni um allt kjördæmið. Frambjóðendarútan verður einnig á fjölskyldhátíð ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ á morgun. Þá verður hópurinn á opnun kosningaskrifstofu flokksins í Garðinum kl.14.00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Texti og myndir frá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi.


Framboðum til Alþingis úr Suðurkjördæmi er frjálst að senda okkur fréttir og myndir úr starfinu og verður efnið birt hér á vf.is undir aðsent. Myndirnar séu unnar í 422 pixla á vídd í 72 punkta upplausn og vistaðar sem .jpg.