Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Frambjóðendum boðið upp á sjálfstæðisköku
Miðvikudagur 22. apríl 2009 kl. 15:18

Frambjóðendum boðið upp á sjálfstæðisköku


Það er líf og fjör í fyrirtækjaheimsóknum frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Í morgun fóru þær stöllur Íris Róbertsdóttir og Ingigerður Sæmundsdóttir  í nýbyggingu Urtusteins, þar sem fjölmargir verktakar eru að störfum. Vel var tekið á móti frambjóðendum og vildi svo skemmtilega til að Jónas Ingason smiður, hafði í gærkvöldi bakað bláa sjálfstæðis-skúffuköku. Íris og Ingigerður fengu sér að sjálfsögðu sneið með körlunum í kaffitímanum og skapaðist fjörug pólitísk umræða og ekki  var annað að sjá ,en að heimsóknin hafi brotið upp vinnudaginn. Eftir kökuátið héldu Íris og Ingigerður í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en eftir hádegi verður haldið út í Garð. Ragnheiður Elín Árnadóttir og Guðbjörn Guðbjörnsson hafa verið í morgun í fyrirtækjaheimsóknum í Sandgerði. Eftir hádegi munu þau fara um Ásbrú og koma við í fyrirtækjum á gamla Varnarliðssvæðinu. Árni Johnsen og Vilhjálmur Árnason sóttu grindvíkinga heim í  morgun og verða á ferðinni þar frameftir degi. Deginum lýkur með konukvöldi á kosningaskrifstofu flokksins í Reykjanesbæ á milli kl.17.00 og kl.19.00 og eru allar konur á Suðurnesjum velkomnar.



Meðfylgjandi frétt og myndir eru frá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024