Fræðslukvöld í Íþróttaakademíunni
Það er aldrei of seint að bæta lífsstílinn... nema ef í gröfina er komið!!
Við minnum á fræðslukvöldið í Íþróttaakademíunn í kvöld klukkan 19.30-22.00. Fræðslukvöldið er í tengslum við verkefnið Heilsuefling á Suðurnesjum og verður þetta í annað skiptið sem það er haldið. Þar flytja hjúkrunarfræðingur, íþróttafræðingur og næringarfræðingur fróðlega og skemmtilega fyrirlestra með það að markmiði að hvetja fólk til þess að hreyfa sig og hugsa um hvað það lætur ofaní sig.
Einnig er fjallað vandlega um einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hverju við getum og getum ekki breytt til að draga úr líkum á því að við fáum þá. Fyrsta fræðslukvöldið var haldið 18.janúar s.l. og tókst það mjög vel. Þátttakendur hlustuðu af mikilli athygli og í lokin mynduðust skemmtilegar umræður. Málefnið er fólki greinilega hjartans mál!
Við bendum á að fræðslukvöldin eru alltaf eins þannig að nóg er að koma einu sinni.
Allir eru velkomnir - Aðgangur ókeypis – Láttu sjá þig!
Ath. Fræðslukvöldin verða fyrsta og þriðja fimmtudagskvöldið í hverjum mánuði.