Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fræðslan í Lundi á mánudögum
Sunnudagur 21. október 2007 kl. 13:12

Fræðslan í Lundi á mánudögum

Foreldrafræðslan hjá Lundi hófst mánudaginn 8.október í 88-Húsinu og stendur til mánudagsins 26.nóvember.
Fyrirlestrarnir sem hafa verið og eru eftir verða alla mánudaga í október og  nóvember
Einnig verða gestir með hina ýmsu fyrirlestra á þessum dögum.

1. Bataþróun og íhlutun í vanda unglinga                   ( Búið )
2. Endurhæfing unglinga og eftirmeðferð                   ( Búið )
3. Vandi foreldra og þjónusta SÁÁ á göngudeild   ( 22. október  )
4. Vímuefni sem unglingar nota og áhrif  þeirra     ( 29. október  )
5. Vímuefnameðferð unglinga                                ( 5. nóvember )
6. Ekki frágengið                                                    ( 12. nóvember )
7. Ekki frágengið                                                    ( 19. nóvember )                                                       
8. Ekki frágengið                                                    ( 26. nóvember )                                                            

Þetta er fræðsla fyrir alla þá foreldra sem áhuga hafa á að kynna sér og fræðast um sjúkdóminn, misnotkun vímuefna og áfengisvandann og afleiðingar þeirra á neitandan, aðstandendur og margt fleira.
Hvað get ég gert, hvernig get ég hjálpað öðrum, hvernig get ég hjálpað sjálfum mér.
Með því að mæta á mánudögum er hægt að fá einhver svör við því og einnig hjá ráðgjafa fyrr um daginn.
Með því að sitja heima í sínum ótta og kvíða eikur bara vanlíðan og eða bara nenna ekki fást engin svör.
Það er ekkert að óttast og enginn að dæma, bara fróðleikur og betri líðan.
Við erum öll að leita eftir því sama.

Hlakka til að sjá þig.
Erlingur Jónsson
864-5452

Fylgist með á www.forvarnir.bloggar.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024