Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

  • Frábært starfsfólk á lausu
  • Frábært starfsfólk á lausu
    Helga Jóhanna Oddsdóttir.
Mánudagur 6. apríl 2015 kl. 11:00

Frábært starfsfólk á lausu

– Helga Jóhanna Oddsdóttir skrifar

Á árinu 2006 stýrði undirrituð Ráðgjafarstofu fyrir starfsfólk varnarliðsins vegna brotthvarfs þess. Ánægjulegur hluti starfseminnar var að hafa milligöngu um ný störf fyrir starfsfólk, störf sem urðu m.a. til við flutning á starfsemi fyrirtækja eins og Já og vöruhúss Pennans til Reykjanesbæjar.

Um þessar mundir, tæpum níu árum seinna, hefur markaðsumhverfi Já breyst og Já hefur því ákveðið að loka þjónustuveri sínu í Reykjanesbæ. Eftir standa átta starfsmenn, konur, sem flestar hafa starfað hjá fyrirtækinu lungann af þeim tíma sem þjónustuverið í Reykjanesbæ hefur verið starfrækt.

Já stendur ekki á sama um afdrif starfsfólksins og fékk fyrirtæki mitt, Carpe Diem markþjálfun og ráðgjöf, til að veita starfsfólki stuðning og ráðgjöf við atvinnuleit. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Já leitar til okkar með verkefni sem þetta og er virðingarvert að skynja þann velvilja sem að baki býr er breytingar knýja að dyrum.

Tilefni þessara skrifa er að vekja athygli á því frábæra starfsfólki sem verður á lausu frá og með 1. júní nk. Þær eiga það sameiginlegt að vera einstaklega þjónustulundaðar og fullar tilhlökkunar fyrir nýjum áskorunum og tala af virðingu um vinnuveitandann þó skilji nú leiðir. Flestar eru þær konur á besta aldri sem standa sína plikt og leggja alúð í störf sín. Vanti þig starfsmann í gestamóttöku, á skrifstofu eða annað, ekki hika við að leita þær uppi eða hafa samband við undirritaða. Þeir vinnustaðir sem njóta krafta þeirra í framtíðinni njóta góðs af áralangri reynslu og metnaði.

Helga Jóhanna Oddsdóttir
Carpe Diem markþjálfun og ráðgjöf

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024