Frá knattspyrnudeild Keflavíkur í sveitarstjórastól á Klaustri
Sveitarstjórn Skaftárhrepps gekk í gærkvöldi frá ráðningarsamning við Valgeir Jens Guðmundsson í embætti sveitarstjóra. Hann starfar í dag sem fjármálastjóri hjá tölvufyrirtækinu Task og sem framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur. Hann mun hefja störf á Kirkjubæjarklaustri strax í ágústbyrjun.
Valgeir er útskrifaður frá Bifröst af bæði viðskipta- og lögfræðibraut. Þá er hann einn af stofnendum félags ungra sjálfstæðismanna á Bifröst og hefur verið viðloðandi við vinstri væng Heimdallar – félags ungra sjálfstæðismanna.
Valgeir er þrítugur að aldri og er búsettur í Keflavík. Hann er þó úr Reykjavík. Hann er kvæntur Sigrúnu Björgu Rafnsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau saman tvö börn.
Gunnsteinn R. Ómarsson lætur af störfum sem sveitarstjóri á næstu dögum, en hann flytur ásamt fjölskyldu sinni til Danmerkur, þar sem hann hyggst fara í framhaldsnám.
Frá þessu er greint á vefnum Sudurland.is
Valgeir er útskrifaður frá Bifröst af bæði viðskipta- og lögfræðibraut. Þá er hann einn af stofnendum félags ungra sjálfstæðismanna á Bifröst og hefur verið viðloðandi við vinstri væng Heimdallar – félags ungra sjálfstæðismanna.
Valgeir er þrítugur að aldri og er búsettur í Keflavík. Hann er þó úr Reykjavík. Hann er kvæntur Sigrúnu Björgu Rafnsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau saman tvö börn.
Gunnsteinn R. Ómarsson lætur af störfum sem sveitarstjóri á næstu dögum, en hann flytur ásamt fjölskyldu sinni til Danmerkur, þar sem hann hyggst fara í framhaldsnám.
Frá þessu er greint á vefnum Sudurland.is