Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Frá hugmynd til hagnaðar: Örnámskeið í Eldey
Mánudagur 23. apríl 2012 kl. 09:29

Frá hugmynd til hagnaðar: Örnámskeið í Eldey

Rekstur og reiknilíkan

Þorsteinn Broddason verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun fjalla um þau grundvallaratriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga við markaðssetningu á nýrri vöru og þjónustu á örnámskeiði sem haldið verður í Eldey þriðjudaginn 15. maí n.k.

Fjallað verður um markaðshlutun, markhópagreiningu, sérstöðu vöru og þjónustu, mikilvægi ímyndar, kynningarstarf, almannatengsl og virkjun tengslanetsins.

Verð er einungis kr. 5000 og bent er á niðurgreiðslu hjá stéttarfélögum og Vinnumálastofnun.

Skráning á [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024