Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fósturfjölskyldur fyrir skiptinema óskast
Laugardagur 29. júní 2024 kl. 08:22

Fósturfjölskyldur fyrir skiptinema óskast

Eins og alltaf á þessum árstíma er AFS á Íslandi að leita að fósturfjölskyldum fyrir skiptinema sem eru að koma til landsins en nú eigum við von á 25 nemum frá 15 löndum. Fyrir þá sem ekki vita eru AFS samtökin fræðslusamtök, sem senda bæði íslensk ungmenni í skiptinám erlendis og að sama skapi, taka á móti erlendum skiptinemum til Íslands.

Tilgangurinn er að kenna ungmennum meira menningarlæsi og gera þau að ábyrgari heimsborgurum. Skiptinámið þroskar skiptinemann mikið og þau öðlast meiri sjálfsþekkingu og verða lausnamiðaðri. Þau fá meira umburðarlyndi og víðsýni og við trúum því að þannig séum við að stuðla að meiri friði í heiminum, sem ekki veitir af þessa dagana.

Við teljum að það séu mun minni líkur á því að þjóðir sem þekkja og virða siði og menningu hverrar annarrar, lendi í ófriði. En það er líka hægt að öðlast þennan sama þroska með því að taka að sér skiptinema og þá fer fjölskyldan sem tekur að hann að sér með honum í gegnum þetta þroskaferli og kynnist menningu og siðum þess lands sem skiptineminn kemur frá, á sama tíma og fjölskyldan kynnir fyrir nemanum íslenska menningu og siði.

Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við AFS á Íslandi í síma 5525450 eða [email protected] Einnig eru upplýsingar inn á heimasíðunni afs.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024