Föstudagsfár S-listans
– Frambjóðendur í hvert hús í Reykjanesbæ
Frambjóðendur S-lista Samfylkingar og óháðra bera þessa dagana stefnumið S-listans í hvert hús í Reykjanesbæ en stefnumiðin – og stutt myndbönd með frambjóðendum - má einnig sjá inn á xsreykjanesbaer.is.
S-listinn býður bæjarbúum nýja sýn og breyttar áherslur. Við viljum móta samfélag byggt á heiðarleika og trausti, grundvallað á jöfnuði, lýðræði, ábyrgð og gegnsæi með fjölskylduna í fyrirrúmi og við munum stjórna bænum á opnari og ábyrgari hátt en nú er gert.
Hægt er einnig að fræðast nánar um stefnu og frambjóðendur í kosningamiðstöðinni að Hafnargötu 25, S:546-0045, og fá aðstoð t.d. við utankjörfundarkosningu . Heitt á könnunni og glaðlyndir frambjóðendur á svæðinu.
Föstudagsfár á H25 í kvöld
Strákarnir á S-listanum - Friðjón, Eysteinn, Gunnar Hörður, Jón Haukur, Ómar, Teitur, Hinrik, Valgeir, Arnbjörn, Bjarni og Ásmundur - bjóða í létt spjall, veitingar, gleði, grín og létta tónlist í kosningamiðstöðinni Hafnargötu 25 í kvöld föstudagskvöld 16. maí. Húsið opnar kl. 20.00. Allir velkomnir.
Samfylkingin og óháðir