Forvarnir gegn kynferðisofbeldi
Miðvikudaginn 20.febrúar kl.20:00 til 21:00 í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Miðvikudaginn 20. febrúar ætlar FFGÍR í samstarfi við foreldrafélög leikskólanna í Reykjanesbæ að bjóða upp á fyrirlestur um ofbeldi gegn börnum.
Fyrirlesturinn er fyrir foreldra og aðra sem bera ábyrgð á börnum. Sigríður Björnsdóttir, Blátt áfram, mun flytja erindi og svara fyrirspurnum. Við vonum að það verði fjölmenni á fyrirlesturinn sem er öllum opinn.
Stöðvum ofbeldi gegn börnum og verum upplýst!
Rætt verður um forvarnarverkefnið Blátt áfram og hvernig hægt er að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum. Svarað verður spurningum eins og: Hver eru merkin? Hvert á að leita hjálpar? Af hverju börnin segja ekki frá? Hvernig og af hverju á ég að tala um þetta við börnin?
Sigríður fjallar um ótta barna sem verða fyrir slíku ofbeldi og hvað það er sem börn eru að leita eftir þegar þau hafa orðið fyrir slíku. Umræða fyrir foreldra að átta sig á hvaða þættir skipta höfuðmáli þegar koma á í veg fyrir að börn verði fyrir ofbeldi. Hvernig er rætt við börn um líkama sinn, mörk og samskipti. Sigríður leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin þolmörk hvað varðar málaflokkinn og hvernig þau geti orsakað að barn hefur ekki sagt frá ofbeldi. Að auki fjallar Sigríður sérstaklega um þann ótta sem oft setur mark sitt á fólk þegar kemur umræðu um kynferðisofbeldi eða fræðslu til barna og leggur áherslu á mikilvægi og árangur ábyrgrar umræðu í stað öfgafullrar.
Sigríður Björnsdóttir er annar stofnandi Blátt áfram og hefur starfað við samtökin í fullu starfi síðan þau urðu sjálfstæð 2006. Sigríður heldur erindi og umræðu um málaflokkinn, lífsleikni til unglinga, aðstoðar íþróttafélög að móta sér stefnu varðandi samskipti fullorðinna og barna, svarar fyrirspurnum sem koma til félagsins í gegnum síma og tölvupósta. Einnig í samskiptum við yfirvöld og stofnanir með ráðgjöf um mikilvægi forvarna og þætti þeirra að efla stefnu og framkvæmdaráætlun stofnanna sem starfa með börnum.
Fræðslan er í boði FFGÍR og foreldrafélaga leikskólanna í Reykjanesbæ.
Allir velkomnir !