Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Formaður Heimis endurkjörinn
Fimmtudagur 3. nóvember 2005 kl. 22:02

Formaður Heimis endurkjörinn

Árni Árnason var endurkjörinn formaður Heimis Félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ á aðalfundi félagsins 28.október sl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

 Í stjórn félagsins voru kosnir Andri Örn Víðisson, Gunnlaugur Kárason, Margrét Sæmundsdóttir, Árni Þór Ármannsson, Björgvin Árnason og Anna Steinunn Jónasdóttir. Í varastjórnhlutu kosningu þau Sigurjón Geirsson Arnarsson, Daði  Þorkelsson, Rakel Lárusdóttir, Aðalgeir Jónsson og Hildur Bæringsdóttir.

Nýafstaðið starfsár var viðburðaríkt hjá félaginu, félögum fjölgaði um rúm 20%. Stofnað var félag hægri sinnaðra í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í samstarfi við nemendur. Heimir jók vægi sitt innan stjórnar Sus og vann að stofnun sambands ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi svo eitthvað sé nefnt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024