Formaður heilbrigðisnefndar Alþingis í Suðurnesjaheimsókn
Jónína Bjartmars, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, var á ferð um Suðurnes í gærdag. Hún var í för með forystusveit Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ og heimsótti bæði Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Hlévang í Keflavík.Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, sem skipar efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ, tók Jónína þátt í vinnustaðafundum framsóknarmanna og notaði tækifærið til að kynna sér starfsemina vegna formennsku sinnar í heilbrigðisnefnd.
Á meðfylgjandi myndum er Jónína á tali við Finnboga Björnsson, framkvæmdastjóra Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum. Einnig stillti hún sér upp til myndatöku með Finnboga og þeim Kjartani Má og Ólöfu úr framvarðasveit Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ.
Á meðfylgjandi myndum er Jónína á tali við Finnboga Björnsson, framkvæmdastjóra Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum. Einnig stillti hún sér upp til myndatöku með Finnboga og þeim Kjartani Má og Ólöfu úr framvarðasveit Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ.