Foringi í bílalest
Þá eru skattaálögurnar komnar og enn sem fyrr eru þeir skatthæstir, skattakóngarnir okkar sem hafa minnst umleikis hlutfallslega, þ.e.a.s. almennir launamenn, öryrkjar, aldraðir, atvinnulausir og þeir sem eru mitt á milli og fá lífsviðurværið frá félagsmálayfirvöldum. Allt of margir með meira umleikis fá framlag sitt til samneyslunnar endurgreitt að fullu frá skattayfirvöldum. Þetta er merkilegt og bæjarfélögin kvarta yfir lítilli innkomu, krónu og túkall og vilja aukaframlag frá ríkinu. Á meðan er gripið til neyðarbrauðsins að hækka sem flest, íbúðarhúsnæði um 100%, talið frá 1997, fyrir fasteignagjöldin, (ákaflega úthugsuð leið til að koma í veg fyrir að ungt fólk geti komið sér þaki yfir höfuðið), þá leikskólagjöldin til að auka álögurnar á barnafólkið og það sniðugasta af því öllu að skattleggja gæludýrin, fyrst köttinn, svo hundinn og þar á eftir hamsturinn og páfagaukinn. Og ríkið er líka að hugsa sínar leiðir til að ná betur til þessara almennu skattakónga með litla frádragið, margt er hugsað og margt á döfinni.
En nú að öðru máli
„Mikið er hann ljúfur malbikaði, tvöfaldi, spottinn,“ sagði ég við sjálfan mig þegar ég renndi fáknum á skrið, á sléttum 90, eftir Reykjanesbrautinni og var á leiðinni í bæinn. Þessir höfðingjar sem komu að þessu verki eiga hrós skilið!
Á leiðinni sá ég skilti sem útskýrði hversu lítinn tíma það sparaði að aka ofar hraðamörkum, tíminn sem ynnist væri sem næst því að þurfa að bíða einu sinni eða tvisvar á rauðu ljósi í Hafnarfirði.
Á netinu hjá Víkurfréttum (www.vf.is) er frétt frá 6. 8. 2004 sem ber fyrirsögnina: „Umbætur á Reykjanesbraut ræddar í næstu viku. „
Í fréttinni er tekið á ýmsum málum er varða Reykjanesbraut t.d. aukinn hraða bifreiða á brautinni, aðstöðu lögreglu og fátæklegar gáttir svo eitthvað sé nefnt.
Mér datt í hug sú leið til að halda hraða ökutækja innan marka á brautinni að það væri sniðugt að setja 3-4 lögreglubíla, með nokkurra kílómetra millibili, í auða plássið sem er á milli akreinanna og hafa fyrirkomulagið þannig að t.d. tveir laganna verðir hefðu þann starfa eingöngu að fylgjast með umferð um Reykjanesbraut. Í þetta verkefni mætti nota bíla sem myndu sinn fífil fegri og fyrirhugað væri að endurnýja. Við, fólkið, vissum aldrei í hvaða bíl lögreglumennirnir væru og því vissara að halda sig frá öllum hraðakstri. Svo væri trúlega lítið mál, nú á tölvuöld, að tengja saman radar sem og myndatökuvélar og hafa þannig samband á milli bílanna. Einföld lausn sem væri þess virði að athuga nánar.
Hér áður þótti það viðeigandi þegar stórviðburðir áttu sér stað, að skáldin settust niður og gæfu okkur hinum smá sýnishorn af visku sinni með hraustlegum ljóðum og jafnvel ljóðabálkum þar sem á ýmsu væri tekið á skrautlegan hátt. Ég er ekki þeim gáfum gæddur að geta slíkt en vil samt leggja mitt af mörkum með smá óð sem ég samdi og vil tileinka þessum atburði. Gaman væri ef einhver kántrílagasmiður fyndi leið svo hægt væri að raula eftirfarandi á réttum snúningi, í góðum gír, í kraftmiklum, dynjandi, línudansi.
Fastur í lága drifinu
En þau ósköp í bæjarumferð, erum sem flugur á mykjuskán,
með væna kúlu eftir upphækkun, að mjakast er mikið lán.
Ég ek átta gata tryllitæki, dísel af bestu gerð
en samt skil ekki af hverju 50 mér skammtar sem hámarksferð.
Vinsæll og eftirsóttur, langar leiðir til mín sést,
með græjurnar á fullu er foringi í bílalest.
Þó þú steytir görn og fram úr vilt það stoðar ekki neitt.
Á ofvöxnum eðaljeppa, ég elska ykkur öll jafn heitt.
En þau ósköp, hvílík læti, bílastrollur sem augað sér
hef sólgleraugu á nefinu og til í hvað sem er.
Með opna glugga og bringuhárin bærast, mér þykir best
en þessi ferðalög á 50 er það sem mér þykir verst.
Vinsæll og eftirsóttur, langar leiðir til mín sést,
með græjurnar á fullu, er foringi í bílalest.
Þó þú steytir görn og fram úr vilt, það stoðar ekki neitt.
Á ofvöxnum eðaljeppa, ég elska ykkur öll jafn heitt.
Ég elska ykkur öll jafn heitt.
Konráð K. Björgólfsson
Reykjanesbæ
En nú að öðru máli
„Mikið er hann ljúfur malbikaði, tvöfaldi, spottinn,“ sagði ég við sjálfan mig þegar ég renndi fáknum á skrið, á sléttum 90, eftir Reykjanesbrautinni og var á leiðinni í bæinn. Þessir höfðingjar sem komu að þessu verki eiga hrós skilið!
Á leiðinni sá ég skilti sem útskýrði hversu lítinn tíma það sparaði að aka ofar hraðamörkum, tíminn sem ynnist væri sem næst því að þurfa að bíða einu sinni eða tvisvar á rauðu ljósi í Hafnarfirði.
Á netinu hjá Víkurfréttum (www.vf.is) er frétt frá 6. 8. 2004 sem ber fyrirsögnina: „Umbætur á Reykjanesbraut ræddar í næstu viku. „
Í fréttinni er tekið á ýmsum málum er varða Reykjanesbraut t.d. aukinn hraða bifreiða á brautinni, aðstöðu lögreglu og fátæklegar gáttir svo eitthvað sé nefnt.
Mér datt í hug sú leið til að halda hraða ökutækja innan marka á brautinni að það væri sniðugt að setja 3-4 lögreglubíla, með nokkurra kílómetra millibili, í auða plássið sem er á milli akreinanna og hafa fyrirkomulagið þannig að t.d. tveir laganna verðir hefðu þann starfa eingöngu að fylgjast með umferð um Reykjanesbraut. Í þetta verkefni mætti nota bíla sem myndu sinn fífil fegri og fyrirhugað væri að endurnýja. Við, fólkið, vissum aldrei í hvaða bíl lögreglumennirnir væru og því vissara að halda sig frá öllum hraðakstri. Svo væri trúlega lítið mál, nú á tölvuöld, að tengja saman radar sem og myndatökuvélar og hafa þannig samband á milli bílanna. Einföld lausn sem væri þess virði að athuga nánar.
Hér áður þótti það viðeigandi þegar stórviðburðir áttu sér stað, að skáldin settust niður og gæfu okkur hinum smá sýnishorn af visku sinni með hraustlegum ljóðum og jafnvel ljóðabálkum þar sem á ýmsu væri tekið á skrautlegan hátt. Ég er ekki þeim gáfum gæddur að geta slíkt en vil samt leggja mitt af mörkum með smá óð sem ég samdi og vil tileinka þessum atburði. Gaman væri ef einhver kántrílagasmiður fyndi leið svo hægt væri að raula eftirfarandi á réttum snúningi, í góðum gír, í kraftmiklum, dynjandi, línudansi.
Fastur í lága drifinu
En þau ósköp í bæjarumferð, erum sem flugur á mykjuskán,
með væna kúlu eftir upphækkun, að mjakast er mikið lán.
Ég ek átta gata tryllitæki, dísel af bestu gerð
en samt skil ekki af hverju 50 mér skammtar sem hámarksferð.
Vinsæll og eftirsóttur, langar leiðir til mín sést,
með græjurnar á fullu er foringi í bílalest.
Þó þú steytir görn og fram úr vilt það stoðar ekki neitt.
Á ofvöxnum eðaljeppa, ég elska ykkur öll jafn heitt.
En þau ósköp, hvílík læti, bílastrollur sem augað sér
hef sólgleraugu á nefinu og til í hvað sem er.
Með opna glugga og bringuhárin bærast, mér þykir best
en þessi ferðalög á 50 er það sem mér þykir verst.
Vinsæll og eftirsóttur, langar leiðir til mín sést,
með græjurnar á fullu, er foringi í bílalest.
Þó þú steytir görn og fram úr vilt, það stoðar ekki neitt.
Á ofvöxnum eðaljeppa, ég elska ykkur öll jafn heitt.
Ég elska ykkur öll jafn heitt.
Konráð K. Björgólfsson
Reykjanesbæ