Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Foreldrar vaknið!
Föstudagur 14. mars 2008 kl. 16:19

Foreldrar vaknið!

Vorum í Holtaskóla 12. mars og ræddum þar við 8-9 og 10. bekk og var þeim skipt í tvo hópa vegna fjölda þeirra. Var vel tekið á móti okkur og allt til fyrirmyndar.
Þar fórum við yfir þær afleiðingar sem hljótast af misnotkun áfengis og eiturlyfja. Sögðu þar sögu sína tvö ungmenni á mjög áhrifaríkan hátt hvað og hvernig neysla þeirra hafi haft áhrif á þeirra líf og annara.
Þarna var stúlka sem kom frá góðu heimili og gekk vel í skóla, var með góðar einkunnir og strákur sem kom frá alkóhólisku heimili og var vandræðapési frá unga aldri.
Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi er stór þáttur af afleiðingum af þessu tagi.
Satt að segja er bara ótrúlegt að þau skuli yfir höfuð vera á lífi.
En þau hafa greinilega fengið annan séns og nýtt hlutverk í lífinu.
En krakkarnir hlustuðu vel, voru alveg til fyrirmyndar, mjög opin og spurðu mikið. Spurðum við þau hvort þau þekktu einhvern sem er í neyslu og réttu 70-80% þeirra upp hendina takk fyrir. Þetta ætti að segja manni ýmislegt er það ekki?
Og ekki lagast það ef að niðurskurður til lögregluembættisins verður að veruleika.
Það sama kvöld var einnig kynning og fræðsla fyrir foreldra þessara barna um þær afleiðingar sem hljótast af því ef barn lendir í neyslu og að lenda í því að verða meðvirkur aðstandandi, en viti menn það komu einungis 17 FORELDRAR.
Halló! Hvað er í gangi spyr ég nú bara, er verið að bíða eftir að eitthvað slæmt gerist eða er stoltið og afneitunin svona mikil, það gerist ekkert hjá mínu barni eða í minni fjölskyldu. Það má engin vita af þessu. Common það vita þetta allir.
Látið stoltið ekki vera ykkur fjötur um fót.
Þetta er súkdómur eins og aðrir sjúkdómar og á ekki að fela. Ef einhver slasast, fær vírus, krabbamein eða eitthvern annan sjúkdóm er ekki verið að fela það, nei, það er farið til læknis. Þar sem fíknin, alkóhólismin er til staðar þarf að leita sér aðstoðar og á ekki skammast sín eða að fela, því hann smitar illilega út frá sér.
Verið í nútíðinni.
Það þarf opna sig fyrir þessu, framkvæma til að eitthvað gerist, að leita sér aðstoðar er að framkvæma og svo þarf að fylgja því eftir.
Fíknin spyr ekki um stöðu né stétt, hvort þú kemur frá góðu, brotnu, efnuðu eða fátæku heimili enda hef ég rætt við fólk úr flestum stéttum þjóðfélagsins, enginn er hólpinn.
Því fyrr sem þú byrjar að fræðast um þennan vágest því betra. Ef þú átt ungt barn/börn þá er það fyrirhyggja að forvaörnum að fræðast sem fyrst. Þú og þau eiga það skilið. Börnin okkar virðast mæta afgangi hvað varðar samverustundir með foreldrum. Ein ransókn sýnir að foreldrar ræða við börnin sín að meðaltali 11 mínútur á dag.
Skoðið dagskránna hjá Lundi, einnig er að byrja nýtt tímabil í foreldrafræðsluni.
Ert þú 100% viss um hvar barnið þitt var í gær eða um helgina?
Ef ekki athugaðu þá málið.
Erlingur Jónsson
864-5452

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024