Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 3. apríl 2003 kl. 15:44

Foreldranámskeiðið Öflugt sjálfstraust

Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar (FFR) hefur í vetur í samstarfi við foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ (FFGÍR) boðið foreldrum barna í 4. til 10. bekkjum grunnskólanna í sveitarfélaginu, uppá sjálfstyrkinganámskeiðið Öflugt sjálfstraust. Alls sóttu ríflega 300 eða 30% foreldra umræddra aldurshópa námskeiðin. Aðsókn fór vaxandi eftir því sem leið á veturinn og algengt að báðir foreldrar einstakra barna tækju þátt.Námskeið þessi eru liður í stærra verkefni sem ber yfirskriftina "FORELDRAR ERU BESTA FORVÖRNIN" en það er samstarfsverkefni sömu aðila, þar sem markmiðið er að styrkja foreldra sem uppalendur. Önnur verkefni eru foreldraráðstefnan HÖND Í HÖND sem haldinn var haustið 2001 og fundur og fyrirlestur með Þórólfi Þórlindssyni vorið 2002.
Námskeiðinu Öflugt sjálfstraust verður fram haldið á næsta skólaári fyrir foreldra barna í 1. - 4 bekkjum. Jafnframt er verið að leggja drög að nýju verkefni undir yfirskriftinni "FORELDRAR ERU BESTA FORVÖRNIN"
Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar vill þakka stjórnum FFGÍR frábært samstarf og foreldrum í Reykjanesbæ fyrir jákvæðar undirtektir við þeim verkefnum sem þegar hefur verið ráðist í. Jafnframt vill FFR hvetja foreldra til að koma á framfæri óskum um frekari verkefni.

Félagsmálastjórinn í Reykjanesbæ
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024