Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Foreldrafélög leikskóla Reykjanesbæjar - Virkja samstarfið á ný
Mánudagur 5. mars 2012 kl. 09:42

Foreldrafélög leikskóla Reykjanesbæjar - Virkja samstarfið á ný



Foreldrafélög leikskóla Reykjanesbæjar ætla að virkja samstarf félaganna á nýjan leik. Sú hefð hefur verið fyrir því að fulltrúar foreldrafélaganna hafa hist einu sinni að hausti og einu sinni að vori, en það var dottið upp fyrir. Þann 8. febrúar s.l. hittust fulltrúar foreldrafélaganna sem náðist á. Það er áhugi fyrir því að endurvekja samstarfið og hittast einu sinni að hausti og einu sinni að vori. Félögin sjá hag sinn í því að vinna meira saman þegar kemur að stærri verkefnum eins og þegar var boðið upp á fyrirlestra og fræðslu fyrir foreldra leikskólabarna, sækja sýningar og uppákomur.

Það getur einnig verið kostur fyrir félögin að leita stærri tilboða saman og að standa saman sem ein heild þegar kemur að leikskólamálum. Þegar blásið var til fundar í febrúar þá komumst við að því að það vantar að uppfæra upplýsingar um stjórn Foreldrafélaga á heimasíðum leikskólanna, við viljum koma þeirri ábendingu áfram til Foreldrafélaganna. Markmið foreldrafélaganna í leikskólum Reykjanesbæjar eru m.a. þessi:

„Efla og tryggja velferð leikskólabarnanna.

Efla tengsl og stuðla að sem bestri samvinnu á milli foreldra, barna og starfsmanna leikskólanna.

Vera tengiliður foreldra við stjórnendur leikskólans.

Gefa foreldrum tækifæri á því að hafa áhrif á leikskólastarfið með aðbúnað og umhverfi.

Fylgjast með málum sem koma upp í samfélaginu sem tengjast leikskólastarfinu.

Auka umræðu um uppeldis - og leikskólamál og vinna að aukinni almennri þekkingu á þessum málum.

Stuðla að auknum þroska og hæfileika leikskólabarna með því að bjóða upp á ýmsa viðburði til viðbótar við leikskólastarfið“
(upplýsingar fengnar af heimasíðum leikskólanna sem heyrir undir Foreldrafélagið).

Sem upphaf að samstarfinu á nýjan leik þá langar okkur að kynna leikhúsferð í Þjóðleikhúsið. Í Þjóðleikhúsinu er Kúlan barnaleikhús. „Í kúlunni eru sýndar stuttar leiksýningar í litlu rými, þar sem yngstu leikhúsgestirnir eru leiddir inn í töfraheim leikhússins við aðstæður sem henta aldri þeirra og þroska? eins og segir á heimasíðu þeirra. Við höfum tekið frá miða á sýninguna Litla og stóra skrímslið þann 18. mars kl. 15:00. Miðaverð í Kúluna er óháð aldri, það kostar 1.800 kr. á sýningagest. Sýningin hentar leikskólabörnum á öllum aldri og jafnvel nemendum í 1. bekk. Við hvetjum þá sem eiga eftir að sjá þessa sýningu að fara og upplifa heim leikhússins með barni sínu. Panta skal miða í gegnum miðasölu Þjóðleikhússins í síma 551 1200.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024