Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 3. maí 2000 kl. 17:02

Fögnum próflokum á jákvæðan hátt

Um leið og ég óska 10. bekkingum í Reykjanesbæ til hamingju með lok samræmdu prófanna þá vil ég hvetja foreldra í Reykjanesbæ til þess að vera vakandi fyrir því hvernig börn þeirra halda upp á þennan merka áfanga í lífi þeirra. Kannanir sýna að alltof margir unglingar smakka áfengi í fyrsta skipti að loknum samræmdum prófum. Með því að styðja unglinga gegn áfengisneyslu drögum við úr líkum á misnotkun fíkniefna. Því þurfa foreldrar að hvetja börn sín til þess að halda daginn hátíðlegan á heilbrigðan og jákvæðan hátt. Ég hvet foreldra í Reykjanesbæ til þess að kynna sér með hvaða hætti börn þeirra ætla að halda daginn hátíðlegan. Ábyrgðarfullir foreldrar leyfa ekki undir neinum kringumstæðum eftirlitslausar ferðir eða eftirlitslaus teiti unglinganna. Heldur skal hvetja þau til þess að taka þátt í þeirri dagskrá sem SamSuð hefur skipulagt fyrir 10. bekkinga á Suðurnesjum föstudaginn 5. maí. Foreldrarölt verður á föstudagskvöldið næsta eins og tíðkast hefur síðastliðna þrjá vetur en í tilefni prófloka verður einnig rölt á laugardagskvöldinu. Foreldrar úr skólunum fjórum í bænum okkar rölta í hvert sinn og vil ég hvetja foreldra 10. bekkinga sérstaklega til þess að rölta með okkur um helgina. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í röltinu geta haft samband við undirritaðann í síma 698-1404. Með forvarnarkveðju, Eysteinn Eyjólfsson Verkefnisstjóri Reykjanesbæjar á réttu róli
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024