Flugvallarverðir óskast á Keflavíkurflugvöll
Víkurfréttir hafa verið beðnar að koma eftirfarandi auglýsingu á framfæri:
Atvinna
Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli óskar eftir að ráða í afleysingarstörf flugöryggisvarða.
Starfssvið:
Meginhlutverk flugöryggisvarðar er öryggiseftirlit á flugþjónustusvæði Keflavíkurflugvallar.
Hæfnis og menntunarkröfur:
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á íslenskri og enskri tungu.
Viðkomandi þarf að vera góður í mannlegum samskiptum.
Hafi sjálfstæði í vinnubrögðum.
Óflekkað mannorð.
Góð sjón.
Viðkomandi þarf að undirgangast námskeið hjá öryggissviði og standast verklegt og skriflegt próf að því loknu.
Launakjör:
Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmanna ríkisins.
Upplýsingar:
Frekari upplýsingar um starfið veitir Helgi Haraldsson í síma 425 0618 eða í [email protected]
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvelli í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2006.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.