Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Flottur bær, flott veður og flott fólk
Mánudagur 4. september 2006 kl. 18:23

Flottur bær, flott veður og flott fólk

Þegar allir leggjast á eitt verður niðurstaðan samkvæmt því. Enn og aftur hafa íbúar Reykjanesbær sýnt hvað í þeim býr og hvað hægt er að gera þegar samstaða og kraftur bæjarbúa er virkjaður. Eftir marga mánaða undirbúning við hátíðarhöldin og að fegra bæinn okkar skartaði hann sýnu fegursta alla fjóra daga Ljósanætur í frábæru veðri. Og eftir þessa helgi dylst engum að Reykjanesbær er flottastur, að veðrið er hvergi betra og að hér býr flott og skemmtilegt fólk.
 
Hátíðarhöldin fóru einstaklega vel fram og mikill glæsibragur var á hátíðarhöldunum enda dagskráin óvenju fjölbreytt og stemmingin einstök. Að lokinni stórfenglegri flugeldasýningu og uppákomum henni tengdri héldu íbúar og gestir heimleiðis með góðar minningar frá bænum okkar og glæsilegri Ljósanótt.
 
Fyrir þetta allt vill Ljósanæturnefndin þakka sem og þeim fjölmörgu sem að hátíðinni stóðu. Tugþúsundum gesta þökkum við komuna og hlökkum til að sjá þá aftur að ári.
 
Steinþór Jónsson, formaður Ljósanætur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024