Fjórir fulltrúar frá Kaffitári á Íslandsmóti kaffibarþjóna
Nú stendur yfir fjórða Íslandsmót kaffibarþjóna í Kringlunni. Undanúrslitum var að ljúka nú kl. 18 og úrslit laugardaginn 8 mars frá kl. 14- 16. Kaffibarþjónamót sem þessi eru fyrir alla þá sem vinna á expressóvélum. Kaffitár í Reykjanesbæ á fjóra fulltrúa í mótinu og í frétt frá fyrirtækinu segir að þaðan hafi aldrei komið eins sterkt lið til keppni.Við bætum okkur í matargerð, vínmenningu, konditori-bakstri og að bæta sig í expressó-drykkjar gerð er í beinu framhaldi af því. Hver kannast ekki við það að borða frábæran mat á veitingahúsum borgarinnar og kaffið á eftir er ódrekkandi og það er yfirleitt ekki hráefninu að kenna. Íslandsmót kaffibarþjóna er liður í því að bæta kaffimenningu okkar með því að bæta kaffibarþjóna landsins. Á Ítalíu er heil stétt manna sem vinnur við að búa til expressódrykki, hér á Íslandi erum við rétt að byrja.
Sagan, árangur fyrri ára og landslið
Íslandsmót kaffibarþjóna verður nú haldið í fjórða sinn á Íslandi. Og er það kaffibarþjónafélag Íslands sem sér um skipulagningu á því. Íslandsmót síðastliðinna þriggja ára hafa slegið rækilega í gegn og eru allir sammála um að kaffimenningin hefur breyst til muna á síðustu árin, og er það að miklu leyti kaffibarþjónakeppninni að þakka. Árangur íslendinga á Heimsmeistaramóti Kaffibarþjóna á þremur síðastliðnum árum er með eindæmum góður. Erla Kristinsdóttir Íslandsmeistari 2000, vann silfur í Monte Carlo árið 2000. Lilja Pétursdóttir Íslandsmeistari 2001, náði fjórða í sætið í Miami 2001, Og Ragnheiður Gísladóttir Íslandsmeistari 2002 varð í sjöunda sæti í Osló 2002. Við erum meðal sjö bestu kaffibarþjóna í heimi þrjú ár í röð.
Tilgangur og hverjir mega keppa
Tilgangur þessarar keppni er að leiða saman bestu kaffibarþjóna landsins til að þeir geti sýnt hvor öðrum og íslendingum, listina að búa til góða kaffidrykki. Tilgangurinn er einnig sá að velja fulltrúa á heimsmeistaramót sem haldið er á hverju ári. Keppendur eru allir þeir sem vinna við expressóvélar á kaffihúsum, veitingarhúsum, bakaríum, blómastofum ofl.
Hvernig fer keppnin fram
Keppnin er að þessu sinni haldinn í Kringlunni. Á Fimmtudaginn 6.mars og Föstudeginum 7.mars keppa kaffibarþjónarnir í undanúrslistum. 6 kaffibarþjónar fara síðan í úrslit sem verða á Laugardaginn 8.mars. Íslandsmótið er byggt upp eins og heimsmeistaramótið og dæmt er eftir sömu reglum. Einn erlendur og þrír íslenskir dómarar munu dæma í keppninni. Á gólfinu verður komið fyrir þremur expressóvélum og þremur kvörnum, og þar hjá situr dómnefndin og um gólfið sprangar svo kynnir.
Dómarar
Willy Hansen, ”Head Barista” og alþjóðlegur dómari frá Noregi
Guðríður Haraldsdóttir, kaffigagnrýnandi
Ragnar Wessman, alþjóðlegur matreiðsludómari og kennari
Ólafur, Mjólkurfræðingur hjá Mjólkursamsölunni
Ragnheiður Gísladóttir, Íslandsmeistari kaffibarþjóna 2002, 7.sæti á heimsmeistaramóti kaffibarþjóna 2002.
Heimsmeistaramót kaffibaþjóna 2003
World Barista Championship (WBC 2003)
Það verður mikið um að vera í Boston 24-28. apríl 2003. Þar verða keppendur frá öllum heimshornum, samtals um 45-50 þjóðir. Keppnin verður haldin í sama tíma og ráðstefna SCAA (Specilaity Coffee Association of Amerika). 8.000-10.000 manns sækja þessa ráðstefnu á ári hverju. Á ráðstefnunni eru fyrirlestrar um kaffi, ræktun, brennslur, allt sem tengist expressó, markaðsfræði, þjálfun á kaffibarþjónum ofl. Þessir fyrirlestrar eru ómissandi fyrir alla þá sem vilja þróa sína kaffiþekkingu og metnað. Einnig er þarna sýning, þar sem söluaðilar og framleiðendur kynnar sýna vöru, allt eru þetta vörur sem snúa að kaffi. Þetta er í fjórða sinn sem Heimsmeistaramót kaffibarþjóna er haldið og verður spennandi að sjá hvort við Íslendingar ná að halda fyrri frægð. Það er því til mikils að vinna.
Landslið Kaffibarþjóna 2003
Landslið kaffibarþjóna verður skipað nú í annað sinn. Það samanstendur af þeim sex kaffibarþjónum sem komast í úrslit og einum liðstjóra sem einnig er aljóðlegur dómari. Hlutverk Landsliðsins er að styðja við bakið á Íslandsmeistaranum í undirbúning fyrir keppnina úti sem og að aðstoða á mótinu. Íslenska landsliðið hjálpaði til á síðasta móti og vann sér inn viðringar sess meðal þeirra 30 þjóða sem þá tóku þátt í keppninni.
Þegar heim kemur bíða landsliðsins mörg verkefni. Kennslustundir fyrir veitingarhús, þjálfun á kaffibarþjónum og uppákomur eru meðal annara verkefna hjá landsliðinu næsta ár.
Styrktaraðilar Íslandsmóts kaffibarþjóna 2003
Mjólkursamsalan - G-mjólk, ný-mjólk
A.karlsson - Cimbali expressóvélar, kvarnir og húsgögn
Kaffitár - kaffibrennsla og kaffihúsaeigandi
Te og Kaffi - kaffibrennsla og kaffihúsaeigandi
Ölgerðin - Illy kaffi
Danól- Merrild ,PIAZZA D´ORO- kaffi
Súfistinn - kaffibrennsla og kaffihúsaeigandi
DaVinci Gourmet- síróp í kaffidrykki
Nói Síríus - 70% kakó súkkulaði
Kringlan- Staðsetning og aðstaða, hljóðkerfi.
Sagan, árangur fyrri ára og landslið
Íslandsmót kaffibarþjóna verður nú haldið í fjórða sinn á Íslandi. Og er það kaffibarþjónafélag Íslands sem sér um skipulagningu á því. Íslandsmót síðastliðinna þriggja ára hafa slegið rækilega í gegn og eru allir sammála um að kaffimenningin hefur breyst til muna á síðustu árin, og er það að miklu leyti kaffibarþjónakeppninni að þakka. Árangur íslendinga á Heimsmeistaramóti Kaffibarþjóna á þremur síðastliðnum árum er með eindæmum góður. Erla Kristinsdóttir Íslandsmeistari 2000, vann silfur í Monte Carlo árið 2000. Lilja Pétursdóttir Íslandsmeistari 2001, náði fjórða í sætið í Miami 2001, Og Ragnheiður Gísladóttir Íslandsmeistari 2002 varð í sjöunda sæti í Osló 2002. Við erum meðal sjö bestu kaffibarþjóna í heimi þrjú ár í röð.
Tilgangur og hverjir mega keppa
Tilgangur þessarar keppni er að leiða saman bestu kaffibarþjóna landsins til að þeir geti sýnt hvor öðrum og íslendingum, listina að búa til góða kaffidrykki. Tilgangurinn er einnig sá að velja fulltrúa á heimsmeistaramót sem haldið er á hverju ári. Keppendur eru allir þeir sem vinna við expressóvélar á kaffihúsum, veitingarhúsum, bakaríum, blómastofum ofl.
Hvernig fer keppnin fram
Keppnin er að þessu sinni haldinn í Kringlunni. Á Fimmtudaginn 6.mars og Föstudeginum 7.mars keppa kaffibarþjónarnir í undanúrslistum. 6 kaffibarþjónar fara síðan í úrslit sem verða á Laugardaginn 8.mars. Íslandsmótið er byggt upp eins og heimsmeistaramótið og dæmt er eftir sömu reglum. Einn erlendur og þrír íslenskir dómarar munu dæma í keppninni. Á gólfinu verður komið fyrir þremur expressóvélum og þremur kvörnum, og þar hjá situr dómnefndin og um gólfið sprangar svo kynnir.
Dómarar
Willy Hansen, ”Head Barista” og alþjóðlegur dómari frá Noregi
Guðríður Haraldsdóttir, kaffigagnrýnandi
Ragnar Wessman, alþjóðlegur matreiðsludómari og kennari
Ólafur, Mjólkurfræðingur hjá Mjólkursamsölunni
Ragnheiður Gísladóttir, Íslandsmeistari kaffibarþjóna 2002, 7.sæti á heimsmeistaramóti kaffibarþjóna 2002.
Heimsmeistaramót kaffibaþjóna 2003
World Barista Championship (WBC 2003)
Það verður mikið um að vera í Boston 24-28. apríl 2003. Þar verða keppendur frá öllum heimshornum, samtals um 45-50 þjóðir. Keppnin verður haldin í sama tíma og ráðstefna SCAA (Specilaity Coffee Association of Amerika). 8.000-10.000 manns sækja þessa ráðstefnu á ári hverju. Á ráðstefnunni eru fyrirlestrar um kaffi, ræktun, brennslur, allt sem tengist expressó, markaðsfræði, þjálfun á kaffibarþjónum ofl. Þessir fyrirlestrar eru ómissandi fyrir alla þá sem vilja þróa sína kaffiþekkingu og metnað. Einnig er þarna sýning, þar sem söluaðilar og framleiðendur kynnar sýna vöru, allt eru þetta vörur sem snúa að kaffi. Þetta er í fjórða sinn sem Heimsmeistaramót kaffibarþjóna er haldið og verður spennandi að sjá hvort við Íslendingar ná að halda fyrri frægð. Það er því til mikils að vinna.
Landslið Kaffibarþjóna 2003
Landslið kaffibarþjóna verður skipað nú í annað sinn. Það samanstendur af þeim sex kaffibarþjónum sem komast í úrslit og einum liðstjóra sem einnig er aljóðlegur dómari. Hlutverk Landsliðsins er að styðja við bakið á Íslandsmeistaranum í undirbúning fyrir keppnina úti sem og að aðstoða á mótinu. Íslenska landsliðið hjálpaði til á síðasta móti og vann sér inn viðringar sess meðal þeirra 30 þjóða sem þá tóku þátt í keppninni.
Þegar heim kemur bíða landsliðsins mörg verkefni. Kennslustundir fyrir veitingarhús, þjálfun á kaffibarþjónum og uppákomur eru meðal annara verkefna hjá landsliðinu næsta ár.
Styrktaraðilar Íslandsmóts kaffibarþjóna 2003
Mjólkursamsalan - G-mjólk, ný-mjólk
A.karlsson - Cimbali expressóvélar, kvarnir og húsgögn
Kaffitár - kaffibrennsla og kaffihúsaeigandi
Te og Kaffi - kaffibrennsla og kaffihúsaeigandi
Ölgerðin - Illy kaffi
Danól- Merrild ,PIAZZA D´ORO- kaffi
Súfistinn - kaffibrennsla og kaffihúsaeigandi
DaVinci Gourmet- síróp í kaffidrykki
Nói Síríus - 70% kakó súkkulaði
Kringlan- Staðsetning og aðstaða, hljóðkerfi.