Fjölsmiðjan sinnir mikilvægu hlutverki við endurhæfingu ungs fólks
Fjölsmiðjurnar hér á Íslandi eru atvinnusetur og eru mikilvægur hlekkur í endurhæfingu ungs fólks til þess að það nái fótfestu á vinnumarkaði eða námi eftir hvers konar óvirkni. Fyrirmynd fjölsmiðjanna kemur frá Danmörku þar sem þær eru mikilvægur hluti af menntakerfinu og koma til móts við þá sem ekki finna sig í öðru námi. Þar er nemunum veitt undirstaða til frekara náms og námskrá er til staðar fyrir hverja fjölsmiðju. Hingað til lands kom þessi hugmynd fyrst til höfuðborgarsvæðisins þar sem í dag er starfrækt stærsta fjölsmiðjan í Kópavogi. Fjölsmiðjur er einnig að finna á Akureyri, Ísafirði og hér í Reykjanesbæ.
Fjölsmiðjan á Suðurnesjum er enginn venjulegur vinnustaður í svo mörgum skilningi. Fjölsmiðjan er atvinnusetur ungs fólks á Suðurnesjum sem er á aldrinum 16-24 ára. Í Fjölsmiðjunni starfa núna 17 nemar og eru þau af báðum kynjum og af ýmsu þjóðerni. Ungmennin sem starfa í Fjölsmiðjunni koma þangað á vegum félagsþjónustu sveitarfélaganna og frá Vinnumálastofnun. Í Fjölsmiðjunni gefst þessu unga fólki tækifæri til að öðlast starfsfærni og koma undir sig fótunum til áframhaldandi starfs eða náms. Fjölsmiðjan var stofnuð árið 2011 og síðan þá hafa meira en 120 nemar starfað þar í mislangan tíma. Örlög þeirra að lokinni vinnu þar eru misjöfn.
Langflest útskrifast í einhvers konar virkni, þ.e. til vinnu á almennum vinnumarkaði eða til náms. Segja má að mestu framfarirnar verða þegar virkni er náð með því að mæta til vinnu og í kjölfarið fer önnur virkni jafnan í gang og líkur á að lífsgæðin batni þar með. Árangurinn er mestur hjá þeim sem vilja þiggja þá aðstoð sem Fjölsmiðjan getur veitt þeim og þá hjálpumst við að við að taka til í „bakpokanum“ sem hver og einn ber með sér. Í þessum „bakpoka“ eru öll áföll, ósigrar og vanlíðan hvers og eins. Þegar neminn horfist svo í augu við innihaldið í þessum poka og fær aðstoð við að vinna úr því fara góðir hlutir að gerast í lífi hans. Skrefin fram á við eru misstór og mismörg áður en markmiði hvers og eins er náð. Til þess að ná árangri stendur markþjálfun öllum nemum til boða sem kæra sig um og hafa nokkrir nemar náð góðum árangri með ýmis persónuleg mál og markmiðasetningu eftir slík viðtöl.
Eitt af markmiðum fjölsmiðjanna er að virkja nema til náms. Þrír til fjórir nemar stunda að jafnaði nám ýmist við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eða Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og er það hluti af vinnu þeirra í Fjölsmiðjunni. Til þess að komast á slíkan skólasamning þarf að haldast í hendur góð mæting og virkni á vinnustaðnum. Á árinu 2017 útskrifuðust 8 nemar úr Fjölsmiðjunni til starfa á almennum vinnumarkaði. Það er því mikill þjóðhagslegur ávinningur af þessu endurhæfingarúrræði eins og öðrum hér á landi.
Á þeim árum sem Fjölsmiðjan á Suðurnesjum hefur verið starfrækt hafa fjölmargir einstaklingar útskrifast til vinnu og náms. Sem dæmi má nefna þá eru fyrrum nemar okkar við nám í háskóla, hafa útskrifast úr Keili og náð góðri fótfestu á vinnumarkaðnum. Að jafnaði fer gott orð af fyrrverandi nemum okkar á vinnustöðum þeirra. Fjölsmiðjan er byggð þannig upp að þar líði nemunum vel, séu örugg og geti að einhverju leiti litið á Fjölsmiðjuna sem nokkur konar heimili þar sem þau upplifa sig örugg og fá leiðsögn til framfara og þroska. Við lítum nánast á það sem eðlilegt skref að nemar sem hafa útskrifast komi til baka finni þau sig ekki á nýjum vinnustað. Þá byrjum við einfaldlega upp á nýtt, hlúum að viðkomandi og hjálpum honum að finna nýja vinnu sem vonandi hentar honum betur.
Langflest útskrifast í einhvers konar virkni, þ.e. til vinnu á almennum vinnumarkaði eða til náms. Segja má að mestu framfarirnar verða þegar virkni er náð með því að mæta til vinnu og í kjölfarið fer önnur virkni jafnan í gang og líkur á að lífsgæðin batni þar með. Árangurinn er mestur hjá þeim sem vilja þiggja þá aðstoð sem Fjölsmiðjan getur veitt þeim og þá hjálpumst við að við að taka til í „bakpokanum“ sem hver og einn ber með sér. Í þessum „bakpoka“ eru öll áföll, ósigrar og vanlíðan hvers og eins. Þegar neminn horfist svo í augu við innihaldið í þessum poka og fær aðstoð við að vinna úr því fara góðir hlutir að gerast í lífi hans. Skrefin fram á við eru misstór og mismörg áður en markmiði hvers og eins er náð. Til þess að ná árangri stendur markþjálfun öllum nemum til boða sem kæra sig um og hafa nokkrir nemar náð góðum árangri með ýmis persónuleg mál og markmiðasetningu eftir slík viðtöl.
Eitt af markmiðum fjölsmiðjanna er að virkja nema til náms. Þrír til fjórir nemar stunda að jafnaði nám ýmist við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eða Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og er það hluti af vinnu þeirra í Fjölsmiðjunni. Til þess að komast á slíkan skólasamning þarf að haldast í hendur góð mæting og virkni á vinnustaðnum. Á árinu 2017 útskrifuðust 8 nemar úr Fjölsmiðjunni til starfa á almennum vinnumarkaði. Það er því mikill þjóðhagslegur ávinningur af þessu endurhæfingarúrræði eins og öðrum hér á landi.
Á þeim árum sem Fjölsmiðjan á Suðurnesjum hefur verið starfrækt hafa fjölmargir einstaklingar útskrifast til vinnu og náms. Sem dæmi má nefna þá eru fyrrum nemar okkar við nám í háskóla, hafa útskrifast úr Keili og náð góðri fótfestu á vinnumarkaðnum. Að jafnaði fer gott orð af fyrrverandi nemum okkar á vinnustöðum þeirra. Fjölsmiðjan er byggð þannig upp að þar líði nemunum vel, séu örugg og geti að einhverju leiti litið á Fjölsmiðjuna sem nokkur konar heimili þar sem þau upplifa sig örugg og fá leiðsögn til framfara og þroska. Við lítum nánast á það sem eðlilegt skref að nemar sem hafa útskrifast komi til baka finni þau sig ekki á nýjum vinnustað. Þá byrjum við einfaldlega upp á nýtt, hlúum að viðkomandi og hjálpum honum að finna nýja vinnu sem vonandi hentar honum betur.
Góð samvinna við atvinnurekendur og menntastofnanir er afar mikilvæg fyrir framgang starfseminnar. Við búum svo vel að hafa náð að byggja upp okkar tengslanet þannig að um gagnkvæmt traust og virðingu er jafnan að ræða þegar við tölum máli okkar fólks í atvinnuleitinni. Í því efni skiptir viðhorf og þekking atvinnurekenda á svæðinu á eðli Fjölsmiðjunnar höfuðmáli.
Endurvinnsla er stærsti útgangspunktur í starfsemi Fjölsmiðjunnar og leitumst við við að kaupa sem allra minnst af nýjum vörum heldur byggjum á því sem okkur berst. Þannig höfum við t.d. byggt upp mjög góða eldhúsaðstöðu, borðsal og setustofu. Allt það sem við seljum í Kompunni fáum við gefins frá velviljuðu Suðurnesjafólki sem vill gefa góðum munum framhaldslíf hjá nýjum eigendum frekar en að farga þeim. Verkefnin sem unnið er við er aðallega við rekstur og utanumhald Kompunnar sem er nytjamarkaður Fjölsmiðjunnar, við akstur og störf á sendibíl sem nær í vörur og sendir þær svo heim til nýrra eigenda. Endurgerð gamalla húsgagna er verkefni sem nemarnir okkar sinna undir handleiðslu verkstjóranna. Í bígerð er að efla þetta verkefni og fá þá jafnvel leiðsögn og aðstoð frá iðnmenntuðu fólki sem hætt er að vinna sökum aldurs en hefur enn starfsorku og þrek til að láta gott af sér leiða. Þessi uppgerðu húsgögn og húsmunir eru svo boðnir til sölu í Kompunni og hefur verðgildi þeirra þá oft margfaldast. Sama má segja um viðgerðir á litlum raftækjum sem aðeins þurfa smá aðhlynningu til að teljast aftur nothæf.
Í maí sl. stóð Fjölsmiðjan fyrir stefnumótunardegi, nokkurs konar þjóðfundi, þar sem aðilar sem tengjast starfseminni á einn eða annan hátt hittust og unnu ötullega undir stjórn Ingrid Kuhlman hjá Þekkingarmiðlun. Niðurstöðurnar af þessari vinnu eru nú til frekari úrvinnslu hjá stjórn Fjölsmiðjunnar og skila væntanlega framförum og breytingum á starfseminni í fyllingu tímans.
Fjölsmiðjan á Suðurnesjum hefur sannað mikilvægi sitt og er mjög mikilvægur hlekkur í endurhæfingu ungs fólks á svæðinu sem misst hefur fótanna eða einangrast í óvirkni. Það er því mjög mikilvægt að Suðurnesjamenn og þeir aðilar sem stóðu að stofnun Fjölsmiðjunnar standi vörð um rekstur hennar og láti þannig gott af sér leiða til handa þeim sem þurfa á Fjölsmiðjunni að halda. Við höfum búið við velvilja íbúa svæðisins sem eru meðvitaðir um starfsemina og láta af hendi rakna muni sem við getum selt í nytjamarkaðnum. Sama má segja um félög og fyrirtæki hér á svæðinu sem hafa styrkt starfsemina með fjárframlögum, bæði til rekstrarins sem og til þess að gera eitthvað skemmtilegt með nemunum eins og fræðslu- og skemmtiferðir.
Í umræðu samtímans hefur sjónum verið mikið beint að líðan ungs fólks sem fallið hafa út af hefðbundinni leið og mikil hvatning hefur verið til þess að tjá sig um líðan og tilfinningar. Það er án efa eitt mikilvægasta skrefið í átt til bata ásamt því að vera í virkni. Allt of mörg ungmenni þjást allt of lengi af kvíða og þunglyndi, oft án þess að gera sér grein fyrir því og án þess að fá hjálp. Það er því mikilvægt að við stöndum vörð um náunga okkar, sama á hvaða aldri hann er, og reynum eftir fremsta megni að hafa jákvæð áhrif á líðan þeirra. Með því erum við jafnvel að bjarga mannslífum.
Þorvarður Guðmundsson
forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Suðunesjum