Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 10. janúar 2005 kl. 13:47

Fjölskyldustefna Reykjanesbæjar, fyrir hverja?

Tilkynning birtist á heimasíðu Reykjanesbæjar (rnb.is), að bæjarstjórn Reykjanesbæjar (RNB) hefði ákveðið að hætta niðurgreiðslum til dagmæðra fyrir foreldra með mánaðarlaun yfir 200.000 kr. (þ.e.a.s. samanlögð heildarlaun foreldra). Þetta átti að taka gildi 1. janúar 2005. Þann 29.12. var gerð breyting þar sem bæjarstjórnin tók þá ákvörðun að fresta gildistökunni til 1.mars 2005 til veita fólki smá aðlögunartíma og eitthvað ætluðu menn að skoða málið betur.

Hvað þýðir þetta fyrir foreldra með barn hjá dagmóður í 8 klst. vistun á dag? 11.000 kr. auknar álögur á mánuði, 121.000 kr. á ári.

Bæjarstjórn RNB kynnti til sögunnar Fjölskyldustefnu RNB fyrir ca. einu og hálfu ári síðan og um leið RNB sem fjölskylduvænan bæ, og eiga hrós skilið fyrir það. Það sem kemur meðal annars fram í henni undir kaflanum Fjölskylda og félagsmál: að nóg framboð sé á þjónustu dagmæðra eða öðrum dagvistarúrræðum fyrir foreldra barna undir tveggja ára aldri og að slík vistun sé niðurgreidd af bæjarfélaginu til allra foreldra. Ég geri ráð fyrir því að menn hafi m.a. ætlað að laða að ungt barnafólk í bæinn með þessu aðgerðum. En hvað á að gera, jú það á að taka þetta af og veita foreldrum með mánaðarlaun undir 200 þús. kr. þessar niðurgreiðslur og hækka niðurgreiðslurnar hjá þeim sem eru með mánaðarlaun undir 150 þús. kr um 2.000 kr.og 5.000 kr. til foreldra með undir 100 þús. kr í mánaðarlaun. Ég því miður efa það að sá hópur sem fellur undir tekjumörkin nýti sér þessa þjónustu og eða muni nýta sér hana eftir þessar aðgerðir. Þetta leysir enginn vandamál fyrir þennan hóp, því miður. Heldur á að láta foreldra með tekjur yfir 200 þús kr, en það eru líklegast yfir 90% þeirra sem nýta sér þjónustuna, blæða og hækka álögur á þeim um heilar 11.000 kr á mánuði. Hvernig væri að fylgja fjölskyldustefnunni ef menn hafa lagt hana fram af einhverri alvöru eða var þetta eitthvað sem átti að líta vel út á blaði en ekki á borði. Verði þetta raunin þá þurfa bæjaryfirvöld að endurskoða fjölskyldustefnuna því með þessum aðgerðum, ásamt öðrum (sem tengjast þróun á leikskólagjöldum, kem að því síðar) þá er búið að beina fjölskyldustefnunni í einhverja allt aðra átt sem er m.ö.o. stefna andstæð fjölskyldustefnunni.

Ég tók saman í töflu 1. hér fyrir neðan, hvað önnur bæjarfélög eru að gera í þessum málum í samanburði við það sem stefnir í hér hjá okkur. Ef bæjaryfirvöld ætla sér að laða að ungt fólk og barnafólk þá er það á hreinu að það skoðar hluti sem þessa. Þá hallar verulega á okkur, því miður.

Fólk í sambúð/hjón

Reykanesbær

Grindavík

Sandgerði

Reykjavík

Kópavogur

M.v. 8 tíma vistun

0 kr.

14.480 kr.

10.000 kr.

13.200 kr.

11.600 kr.

Tafla 1. Svona lítur samanburðurinn út eftir að niðurgreiðslurnar falla úr gildi í RNB og hvað sveitarfélög í kringum okkur eru að greiða niður á mán..

Hvernig hafa svo leikskólagjöldin þróast? Á einu ári þá hefur hækkunin verið um tæp 25% úr 22.780 kr. á mán. í 28.350 kr. á mán.,eins og tafla 2 sýnir, m.v. 8 tíma vistun og 3 máltíðar á dag, skv. gjaldskrá RNB.

Fólk í sambúð/hjón

31.12.2003

01.01.2004

01.01.2005

M.v. 8 klst. vistun :

22.780 kr.

27.000 kr.

28.350 kr.

Tafla 2. Þróun á leikskólagjöldum m.v. 8 tíma vistun.

Ef við víkkum dæmið aðeins og tökum foreldra sem eiga tvö börn annað á leikskólaaldri og hitt hjá dagmóður þá hefur þessi hækkun á einu ári verið umtalsverð, eins og tafla 3. sýnir.

Fólk í sambúð/hjón,

31.12.2003

01.01.2005

Hækkun á mán.:

M.v. heilt ár.

Dagmóðir, mv barn í 8 klst. vistun:

34.400 kr.

45.400 kr.

+11.000 kr.

+121.000 kr.**

Leikskóli, mv barn í 8 klst. vistun*:

22.780 kr.

28.350 kr.

 +5.570 kr.

  +61.270 kr.

Samtals:

57.180 kr.

73.750 kr.

+16.570 kr.

+182.270 kr.

Tafla 3. Kostnaður á mánuði fyrir foreldra m/2 börn, annað hjá dagmóður og hitt í leikskóla.

*Systkinaafsláttur kemur til þegar barn hjá dagmóður er orðið 18. mán. gamalt.

**Niðurgreiðslur eru mv 11 mánuði ár hvert.

182.270 kr. hækkun á útgjöldum heimilisins m.v. heilt ár, þetta er dágóð hækkun og gæti þess vegna verið ráðstöfunartekjur hjóna yfir einn mánuð.

Ef þið hugleiðið það, þá er ungt fólk á stór-Reykjavíkursvæðinu sem horfir á Reykjanesbæ sem möguleika fyrir sig og sína fjölskyldu til að búa, bara vegna þess hversu miklu munar á  fasteignaverði. Fólk skoðar líka hvað þjónustan kostar í bæjarfélögunum, þá eru þessar aðgerðir ekki til þess fallnar að ýta undir það að ungt fólk flytjist hingað, því miður. Reykjanesbær á að geta verið valmöguleiki fyrir þetta fólk alveg eins og Vogar eða Grindavík. Í Grindavík hefur einmitt orðið meiri fjölgun heldur en hér í bæ, bæði hlutfallslega og einnig  hvað varðar fjölda nýrra íbúa.

Kannski vill Reykjanesbær ekkert sækjast eftir ungu barnafólki heldur vill frekar fá fólk, foreldra, með börn á grunnskólaaldri? Þar sem þjónustan við þá foreldra er svo góð og ódýr. Það mætti því miður halda að þetta væri markmið bæjarins. Þetta er líka orðin spurning um að halda í ungt barnafólk eða bara ungt fólk sem horfir til framtíðar og sér hag sínum betur borgið í öðrum bæjarfélögum hvað varðar kostnað við barneignir og við uppeldi þeirra. Þetta gæti orðið sá raunveruleiki sem bæjarfélagið þyrfti að horfast í augu við. Reykjanesbær verður einfaldlega ekki samkeppnisfær.

Ég vona að bæjaryfirvöld í RNB sjái að sér og íhugi þessi mál (frestunin gefur mönnum tíma til þess), falli frá þessum aðgerðum og hafi þ.a.l. fjölskyldustefnuna að leiðarljósi. Bæjaryfirvöld verða að leita í vasa annarra en í vasa barnafólks, þeir eru því miður að tæmast ef þeir eru ekki nú þegar orðnir tómir.

 

Kjartan Ingvarsson

foreldri.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024