Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 13. maí 2002 kl. 20:30

Fjölskyldan og framsókn

Mikilvægasta sem við eigum er fjölskyldan okkar mömmur, pabbar, afar, ömmur,börnin okkar, frænkur, frændur ásamt öllum þeim sem standa okkur nærri og eru okkur kærir. Þetta er það fólk sem oftar en ekki hefur mestu áhrifin á líðan okkar og hvernig okkur reiðir af í lífinu.  Það er brýnt að bæjarfélagið búi fjölskyldunni sem vænlegust skilyrði svo hún megi styrkjast og eflast.Í raun kemur fjölskyldan inn á alla þætti í rekstri sveitafélags  er  helst að nefna grunn- og leikskóla, félagsþjónustu, atvinnu- heilbrigðis- skipulags- og byggingamál, íþróttir, tómstundir, menningu ofl.



Fjölskyldustefna

Það er nauðsynlegt að Reykjanesbær ljúki við að setja sér fjölskyldustefnu.  Stefnu sem tryggir hverri fjölskyldu í bæjarfélaginu mannúðlegt og fjölskylduvænt samfélag.

Lögð verði áhersla á úrræði fyrir barnafjölskyldur, heilsdagsskóli og tengls fjölskyldunar við atvinnulífið. Fyrirtæki í Reykjanesbæ verði hvött til að taka upp fjölskylduvæna stefnu t.d. með sveigjanlegum vinnutíma. Reykjanesbær skapi aðstæður fyrir fjölbreytt atvinnulíf. Efla forvarnir og það mikla uppbyggingastarf sem á sér stað hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustu bæjarins. Að við skipulag íbúðarhverfa verði hugað að þörfum fjölskyldunnar. Að tryggja nægt leiguhúsnæði.  Þannig er lengi hægt að telja, það eru enginn takmörk  fyrir því hvaða stefnumál geta verið í góðri fjölskyldustefnu.



Allar fjölskyldur

Íbúar Reykjanesbæjar þurfa ekki allir  sömu  þjónustu frá bæjarfélaginu, þó svo flest málefni eigi við alla. Fyrir þær fjölskyldur og  þá einstaklingar sem þurfa sérúrræði t.d. fatlaðir, öryrkjar og nýbúar sem bæjarfélagið þarf að vera tilbúið að styðja eins og tækifæri gefast.  Það er hægt á marga vegu m.a. má leggja fötluðum lið með stuðningi til þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi, hafa menntunarúrræði við allra hæfi,  skilgreina nýbúafulltrúa hjá bænum, bera virðingu fyrir öllum svo allir fái notið sín.  Vera í góðu samstarfi við öll þau fjölmörgu félaga- og hagsmunasamtök sem starfa í bæjarfélaginu. 



Öll fjölskyldan

Mikilvægt er að hlúa vel að eldri borgurum bæjarins. Það þarf að  koma upp þjónustumiðstöð þar sem eldra fólk getur stundað  tómstunda- og félagsstarf. Þar verði einnig til húsa öll önnur starfssemi aldraðra á vegum bæjarins og jafnvel dagvistun aldraðra. Að hafa ávallt úrræði í húsnæðis- og dvalarmálum. Að styðji vel við bakið á þeim sem ekki geta farið mikið að heiman. Að tryggja  þjónustu þannig að sem flestir geti búið í heimahúsi eins lengi og hugur þeirra og geta stendur til. Að hefja undirbúning að nýju dvalarheimili í Reykjanesbæ. Að eldri borgar Reykjanesbæjar finni fyrir sem mestu öryggi og velferð í sinni heimabyggð.



Framsóknarflokkurinn í Reykjanesbæ hefur fjölskylduna í fyrrirúmi

Ólöf K. Sveinsdóttir 4. sæti Framsóknarflokksins í komandi sveitastjórnarkostningum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024