Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 4. mars 1999 kl. 22:25

FJÖLNOTAÍÞRÓTTAHÚS SAMÞYKKT

Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í fyrrakvöld að ganga til samninga við verktakafyrirtækið Verkafl, dótturfyrirtæki Íslenskra aðalverktaka um byggingu fjölnota íþróttahúss við Flugvallarveg, norðan við Móahverfi í Njarðvík. Samningurinn hljóðar upp á leigu til 35 ára fyrir 27 millj. kr. á ári.Bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar lögðu fram lögfræðiálit á bæjarstjórnarfundinum þar sem fram kemur að samningurinn sé lögbrot. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri sem ekki sat fundinn vegna vanhæfis sagði í samtali við VF að það ætti ekki við rök að styðjast. Mikill fjöldi bæjarbúa sótti fundinn. Eitt stærsta framfaraskref í langan tíma -segir meirihluti bæjarstjórnar. „Lögbrot“, segir minnihlutinn Eftir fjögurra tíma umræður í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í fyrradag var samþykkt að ganga til samninga við Verkafl, dótturfyrirtæki Íslenskra aðalverktaka um að leigja Reykjanesbæ fjölnota íþróttahús til 35 ára. „Framfaraskref og hugsum til framtíðar“, sögðu fulltrúar meirirhlutans. „Okkar forvarnarstarf í þessu máli er að reyna koma vitinu fyrir meirihlutann“, sögðu minnihlutamenn og háðu harða baráttu í miklum orðaleik að viðstöddum fjölda bæjarbúa. Minnihlutinn lagði m.a. fram lögfræðiálit þar sem fram kemur að verið sé að fremja lögbrot. Við atkvæðagreiðslu féllu atkvæðin frá meirihlutans málinu í vil en fulltrúar minnihlutans sögðust sín mótmæli koma fram í því að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Þetta mál hefur skyggt á önnur að undanförnu en það hefur verið í undirbúningi í nokkur ár en mikill skriður kom á það skömmu eftir áramót þegar efnt var til útboðs. Í framhaldi af því fóru fram skýringarviðræður við annan útboðsaðilann, Verkafl, sem lauk með samþykktinni í fyrrakvöld á leigusamningi til 35 ára. Reykjanesbær mun greiða 27 milljónir á ári í leigu eða hátt í milljarð króna. Þetta og margt fleira gagnrýndu fulltrúar minnihlutans og fóru mikinn. Þeir sögðu og lögðu fram tölur því til stuðnings að hagstæðara væri að bærinn tæki sjálfur lán og byggði húsið á eigin kostnað. Þeir bentu líka á ýmist atriði sem þeim þóttu ekki hagstæð. Í tillögu frá þeim segja þeir leigusamninginn við Verkafl verulega óhagstæðan og ekki liggi fyrir úttekt á rekstrarkostnaði hússins. Því sé ekki hægt að samþykkja samninginn. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri sem sá um lokaundirbúning þessa máls sagði að bæjarfélagið væri að taka eitt stærsta skref í þessum málum í áratugi. Það myndi koma knattspyrnumönnum og mörgum öðrum til góðs. Ellert sagði leiguna mjög hagstæða en að auki væru peningar mjög afstæðir í svona máli. „Það má spyrja sig hvers virði er líf hvers bæjarbúa, ef einum er bjargað á ári er það þess virði. Allt annað er bónus. Þetta er fjárbær fjárfesting.“ Aðspurðum um gagnrýni minnihlutans sagði hann hana ekki á rökum reisa. „Þeir hafa ekki komið með neina tillögu í þessu máli, að eitt væri betra en annað. Við erum búin að skoða þetta lengi og teljum þetta hagstæðast. Ég vísa lögbroti til föðurhúsanna. Við höfum kynnt okkur út í æsar allt um lög í þessu máli og haft okkur til halds og trausts ráðgjafafyrirtæki til að vera með vaðið fyrir neðan okkur. Ellert sagði að á 35 árum væri leiguupphæðin rúmar 900 millj. en benti á að á sama tíma verða tekjur Reykjanesbæjar 60 til 80 milljarðar króna. „Þannig að þetta er afstætt. Það má ekki gleyma því að við getum keypt húsið þegar við viljum“, sagði Ellert. Hann sat ekki fundinn á meðan afgreiðsla málsins fór fram sökum vanhæfis en hann er hluthafi í Íslenskum aðalverktökum. Skref inn í nýja öld Framfaraskref var stigið í íþróttamálum Reykjanesbæjar s.l. þriðjudagskvöld þegar meirihluti bæjarstjórnar tók ákvörðun um að láta byggja og leigja fjölnota íþróttahús, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Húsið verður tilbúið til notkunar í febrúar 2000. Bæjarfulltrúar Bæjarmálafélagsins (Alþýðuflokks og Alþýðubandalags) hafa barist gegn byggingu hússins með öllum ráðum og hafa tilkynnt þjóðinni að þessi ákvörðun verði kærð í þeim tilgangi að stoppa verkefnið. Framtíðin mun leiða í ljós niðurstöðu þeirrar ákvörðunar. Jafnframt hafa bæjarfulltrúar minnihlutans fullyrt að hægt væri að byggja húsið fyrir lægri upphæð ef bærinn sæi um framkvæmd verksins frá upphafi. Tillögur minnihlutans s.l. þriðjudag voru á þá leið að auka skuldir bæjarsjóðs á þessari stundu með því að taka 800 milljón króna lán vegna tveggja verkefna og var annað þeirra bygging fjölnota íþróttahúss. Önnur verkefni á döfinni Vandamál minnihlutans er að horfa aðeins á eitt afmarkað verkefni í einu og slíta úr samhengi við önnur verkefni. Reykjanesbær er bæjarfélag í mikilli sókn og örum vexti. Skólamál hafa verið í forgangi hjá meirihluta bæjarstjórnar og miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í þeim geira á næstu 18 mánuðum. 400-500 milljónir eru nauðsynlegar til að ljúka einsetningu skólanna sem er skylduverkefni lögum samkvæmt. Framkvæmdir við frárennslismál hefjast von bráðar og er áætlað að um 500 milljónir króna kosti að ljúka 1. áfanga þeirra. Frárennslismál eru einnig skylduverkefni lögum samkvæmt. Þessi tvö verkefni kalla á lántökur upp á 900-1000 milljónir á næstu mánuðum. Lánamarkaður Ef leið minnihlutans hefði verið farin s.l. þriðjudagskvöld yrðu lánakjör okkar á markaði vegna áðurnefndra skylduverkefna skert verulega. Vextir myndu hækka og kjör versna. Hækkun vaxta upp á 1 prósentustig af 1000 milljón króna láni eru 10 milljónir á ári - eða 200 milljónir á 20 ára tímabili sem ekki er óalgengur lánstími á lánum sveitarfélaga. Af þessum sökum getur verið hættulegt að slíta mál úr samhengi eins og minnihlutanum er tamt. Þegar skylduverkefnum vegna skólamála og frárennslismála er lokið er alls ekki ólíklegt að rétt sé að skoða möguleika á kaupum á húsinu en bæjarsjóður getur hvenær sem er á leigutímanum tekið upp viðræður við eiganda um kaup og sölu. Með leigusamningi er bæjarsjóður einnig laus við þær áhyggjur sem fylgja nauðsynlegum endurbótum og viðhaldi hússins að utan fyrstu árin eftir byggingu þess. Lágt leigugjald Leiga sveitarfélaga á húsnæði er ekki óalgeng. Reykjanesbær leigir meðal annars Tjarnargötu 12 undir bæjarskrifstofu og Hafnargötu 57 undir skólaskrifstofu, markaðsskrifstofu, bókasafn o.fl. Leigusamningur um fjölnota íþróttahús sem samþykktur var s.l. þriðjudag er nánast að öllu leyti í samræmi aðra leigusamninga Reykjanesbæjar - nema hvað leigan er mun lægri í fjölnota húsinu. Leiga á hvern fermetra í fjölnota íþróttahúsi verður um 270 kr. Til samanburðar er algeng leiga á iðnaðarhúsnæði um 300-400 kr. á fermetra og á skrifstofu og verslunarhúsnæði um 500-1000 kr. á fermetra. Leigugjald fyrir fjölnota íþróttahús er því verulega hagstættí hvaða samanburði sem er. Jafnframt Í skoðanakönnun Víkurfrétta sem birt var í maí 1998 kom í ljós að 75% íbúa Reykanesbæjar vildu sjá fjölnota íþróttahús rísa í Reykjanesbæ. Sá draumur varð að veruleika á þriðjudag. Íbúum Reykjanesbæjar óska ég til hamingju með málið. Böðvar Jónsson Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024