Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fjölnota töfraflík
Þriðjudagur 19. ágúst 2008 kl. 16:57

Fjölnota töfraflík

Kjólli sem hægt er að nota á 30 mismunandi vegu er til sölu í Kóda í Reykjanesbæ. Á heimasíðu Emami segir að erfitt sé að skilgreina flíkina, því hún er allt í senn, kjóll, toppur og jafnvel buxur. Það eru engin takmörk fyrir notkunargildi því fær hugmyndaflug eigenda „kjólanna“ að njóta sín. Kristín og Hildur í Kóda fengu í morgun sendingu af kjólnum. Kristín var ánægð með að geta selt þessa vinsælu flík hér á Suðurnesjum og sagði að nú þyrfti hún bara að fara að æfa sig.
Systurnar Steinunn og Unnur Garðarsdætur ásamt Brynjari Ingólfssyni eru fólkið á bak við kjólinn. Hugmyndin af þessum kjól kemur frá Indlandi og er framleidd fyrir emamifashion.

Sjá nánar á heimasíðu Emami.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024