Aðsent

Fjölmennt á fundi Bjartrar framtíðar um umhverfismál
Mánudagur 23. október 2017 kl. 10:22

Fjölmennt á fundi Bjartrar framtíðar um umhverfismál

Björt framtíð stóð fyrir opnum umræðufundi um stóriðju og umhverfismál í kosningamistöð sinni í Reykjanesbæ á laugardaginn var. Á fundinum fór Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, yfir stöðu mála í Helguvík og ítrekaði einarða afstöðu sína gegn uppbyggingu stóriðju. Hún sagði jafnframt að staðan væri grafalvarleg og að verið væri að skerða lífsgæði íbúa á svæðinu. Þá kom fram að aðrir flokkar væru sumir hverjir ennþá að ræða um uppbyggingu á þessu svæði útfrá gildandi samningum, sem hún legðist alfarið á móti.

Fjölmargir fundargesta tóku til máls og er ljóst að umhverfismál eru ofarlega í hugum íbúa Reykjanesbæjar fyrir þessar kosningar. Kosningamiðstöð Bjartrar framtíðar í Reykjanesbæ er opin alla virka daga kl. 18 - 21 fram að kosningum. Þar verður að hitta frambjóðendur og ræða um umhverfismálin og önnur brýn málefni íbúa kjördæmisins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024