Fjölmenning og samfélag
Hagsmunir nýbúa og fjölmenning samfélagsins eru mér ofarlega í huga fyrir komandi kosningar. Hér í Reykjanesbæ eru um 22% íbúa af erlendu bergi brotnu. Að mínu mati er mjög mikilvægt að sjónarmið þeirra og þeirra hagsmunamál verði komið á framfæri í sveitarsjórnakosningum hér í Reykjanesbæ. Með stolti get ég sagt að Frjálst afl er eina framboðið sem er með slíka frambjóðendur í efstu sætum. Í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar eru yfir 30 tungúmáltöluð og þar eru börn frá um 60 þjóðernum. Við þurfum að leggja aukna áherslu á að styrkja börn í leikskólum og grunnskólum Reyjanesbæjar með aukinni kennslu á móðurmáli þeirra samhlíða íslenskukennslu. Þessum börnum fylgir mikil fjölbreytni og í því eru tækifæri fólgin. Eitt slíkt er að við lærum að taka tillit til og bera virðingu fyrir alls konar fólki. Við lærum að fagna fjölbreytileika, því þessi fölmenning gefur okkur innsýn í aðra mennigarheima, sem eru ólíkir okkar eigin.
Flestir innflytjendur sem koma hér eru til fyrirmyndar sem bæjarbúar, vilja gefa af sér og gera samfélagið okkar ennbetra. Margir hafa komið í leit að betra lífi, eins og ég. Þau vinna við alls konar störf, en yfirleitt störf sem margir Íslendingar sækjast ekki eftir. Innflytjendur, flóttafólk og hælisleitendur auðga samfélagið og því fylgja mikil sóknarfæri. Það er nauðsynlegt að líta á þennan hóp sem tækifæri en ekki vandamál. Með honum kemur ný þekking, tækifæri, ný sýn, hefðir, venjur sem hefur jákvætt áhrif á okkar samfélag. Með okkur fylgja tækifæri; tækifæri til að gera hlutina fjölbreytari og skemmtilegri.
Samfélög þróast í átt að fjölmenningu og með tilkomu hnattvæðingar er það óhjákvæmilegt. Við þurfum styðja við þær fjölskyldur og þá einstaklinga sem koma hingað og setjast að. Hjálpa þeim að aðlagast samfélaginu okkar. Hjálpa nýjum íbúm að koma sér vel fyrir og bjóða þeim hjartanlega velkomna, hvaðan sem þeir koma. Við þurfum að búa til gott móttökukerfi sem býður upp á aðlögun með upplýsingum um réttindi, skyldur og tækifæri þegar kemur að atvinnu- og aðlögunartækifærum. Hjálpa þeim að vera virkir og sjálfbjarga þátttakendur í samfélaginu okkar. Í kjölfar #metoo byltingarinnar þá er nauðsynlegt að sveitarfélagið bregðist með betri upplýsingagjöf til erlenda kvenna, betri verkferla í stjórnsýslunni og finna leiðir til þess að nálgast þennan hóp.
Við viljum sýna þessum nýbúum að hér er þekking, viðsýni, jafnrétti og gagnkvæm virðing þegar kemur að þeirra málefnum. Frjálst afl vill bæta ráðgjöf fyrir þennan hóp og halda áfram að efla starf nýráðins fjölmenningarfulltrúa. Þetta bendir til þess að við erum á réttri leið. Nú er ekkert annað en að reyna að gera enn betur í þessum málaflokki.
Jasmina Crnac,
2. sæti á lista Frjáls afls
2. sæti á lista Frjáls afls