Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fjölmenni á kosningamiðstöð Ragnheiðar
Þriðjudagur 15. janúar 2013 kl. 09:09

Fjölmenni á kosningamiðstöð Ragnheiðar

Stuðningsmenn Ragnheiðar Elínar á Suðurnesjum buðu til hittings að Brekkustíg 39 sl. laugardag, en þar mun verða haldið úti kosningaaðstöðu fyrir stuðningsmenn til að vinna að framboði Ragnheiðar vegna prófkjörs sjálfstæðismanna 26. janúar nk., segir í tilkynningu frá kosningamiðstöðinni.

Margt var um manninn og var frambjóðandinn afar þakklátur fyrir þann stuðning sem hún hefur fundið fyrir í ræðu sinni. Boðið var upp á súpu, auk þess sem eitt af nokkrum kosningamyndböndum Ragnheiðar var frumsýnt en það má sjá með því að smella hér: http://www.youtube.com/watch?v=Is0gHY26AtI&feature=youtu.be


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024