Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fjölbreytt atvinna og skipulagsmál
Föstudagur 18. febrúar 2022 kl. 13:33

Fjölbreytt atvinna og skipulagsmál

Við viljum fjölga atvinnutækifærum í Reykjanesbæ og fögnum því þegar við sjáum ný fyrirtæki hefja starfsemi í okkar samfélagi. Þegar fyrirtæki sýna áhuga og frumkvæði á að koma til Reykjanesbæjar með starfsemi sína er mikilvægt að bjóða þau velkomin en huga þarf að mörgum þáttum er varðar staðsetningu þess. Skipuleggja þarf aðkomu að fyrirtækinu og umhverfi þess með umferðaröryggi í huga. Það er hlutverk Reykjanesbæjar að tryggja þessa þætti áður en staðsetning er ákveðin og uppbygging fyrirtækis hefst. Íbúar geta haft áhrif á aðalskipulag og gert athugasemdir þegar deiliskipulag er kynnt en stundum er það of seint og framkvæmd er þegar hafin.

Mörg hverfi eru að byggjast hratt upp núna og nýjasta hverfið verður Dalshverfi þrjú í Innri-Njarðvík. Íbúar hafa látið í sér heyra þegar þeir sjá að fyrirtæki eða stofnanir eru að hefja starfsemi í þeirra hverfi og það er gott að sjá að íbúar fylgjast vel með. Eitt það mikilvægasta sem þarf að vera sem næst öllum hverfum eru leik- og grunnskólar og viljum við hvetja börn til þess að ganga eða hjóla í skólann en eins og kemur fram í stefnu Reykjanesbæjar þá eru börnin mikilvægust. Öryggismál þurfa að vera í forgangi þegar við skipuleggjum skóla og aðra starfsemi í bænum en það er ekki á höndum þeirra sem eru að byggja heldur eiga þeir sem stjórna bænum að sjá til þess að íbúar séu öruggir í umferðinni alla daga. Fögnum og bjóðum fyrirtæki og stofnanir velkomin í okkar bæ og þannig aukum við atvinnutækifæri en verum ávallt fagleg þegar kemur að vinnubrögðum er varðar skipulag og umhverfi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Anna Sigríður Jóhannesdóttir,
BA sálfræði og MBA, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.