Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fjölbrautaskóli Suðurnesja er góður skóli
Sunnudagur 18. febrúar 2007 kl. 19:11

Fjölbrautaskóli Suðurnesja er góður skóli

Vegna bréfs sem Hörður Hersir sendi til Víkurfrétta viljum við, fyrrverandi nemendur í FS, koma eftirfarandi á framfæri. 

Okkur þykir leitt að heyra að Hörður hafi upplifað dvöl sína í FS með þeim hætti sem hann lýsir.  Okkar upplifun var engan vegin sú sama og hans.  

Við fengum mjög góða kennslu í FS sem hefur nýst okkur vel í okkar háskólanámi.  Í FS  vorum við alltaf hvött til að segja okkar skoðun á málefnum líðandi stundar og vorum hvorki dæmd eftir okkar pólitísku skoðunum eða eftir kyni.

Á okkar heimilum var okkur kennt að bera virðingu fyrir starfi kennara.  Þeirra starf er ekki að mata okkur af upplýsingum heldur að búa til góðan jarðveg sem að nemandinn síðan sáir í, því betur sem hann leggur sig fram því meiri verður uppskeran.  Kennurum FS tókst vel að búa til góðan jarðveg handa okkur fyrir frekara nám. 

Einkunnarorð skólans, virðing – samvinna – árangur, eiga að vera leiðarljós nemenda og starfsmanna skólans.  Með gagnkvæmri virðingu og samvinnu nemenda og kennara næst góður árangur. 

Við erum stolt af því að hafa útskrifast frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og mælum hiklaust með FS við grunnskólanemendur, vilji þeir fá góðan undirbúning undir störf eða frekara nám.

Við viljum að skólinn njóti þeirrar virðingar sem hann á skilið, fái gott umtal og hvatningu til enn betri verka. 

Inga Lilja Eiríksdóttir nemandi í heilbrigðisverkfræði.
Björg Ásbjörnsdóttir læknanemi.
Gígja Eyjólfsdóttir nemandi í rekstrarverkfræði.
Atli Geir Júlíusson nemandi í umhverfisverkfræði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024