Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fjármálaráðherra styður það að tekjur af rekstri Keflavíkurflugvallar renni til reksturs Reykjavíkurflugvallar
Föstudagur 11. maí 2007 kl. 17:02

Fjármálaráðherra styður það að tekjur af rekstri Keflavíkurflugvallar renni til reksturs Reykjavíkurflugvallar

Það var mjög athyglisvert að lesa Víkurfréttir í gær. Þar voru efstu menn á framboðslistum í Suðurkjördæmi látnir svara nokkrum spurningum sem skipta okkar svæði gríðarlega miklu máli.
Ein þessara spurninga snýr að rekstrarfyrirkomulagi Keflavíkurflugvallar og ráðstöfun tekna, gjalda og skatta sem innheimtar eru af flugfarþegum.


Ekki er hægt að segja annað en að ég hafi orðið fyrir gríðarlega miklum vonbrigðum með svar fjármálaráðherrans, Árna Mathiesen við þessari spurningu.
Hann telur í fyrsta lagi að rekstur vallarins eigi að vera í höndum sama fyrirtækis og rekur innanlandsflugið. Þetta myndi bara leiða til þess að Keflavíkurflugvöllur yrði notaður sem mjólkurkú fyrir óhagstæðan rekstur innanlandsflugvallar í Reykjavík.


ÞETTA ER RÉTTLÆTISMÁL FYRIR OKKUR SUÐURNESJAMENN OG FJÁRMÁLARÁÐHERRANN STENDUR Í VEGI OKKAR.


Þá eru ummæli Árna um tekjur Flugstöðvarinnar athyglisverð, en með því er hann í raun að segja að tekjur flugvallarins sjálfs eigi að halda áfram að renna til innanlandsflugvallarins í REYKJAVÍK.


Hvernig dettur okkur á Suðurnesjum í hug að kjósa þennan mann úr Hafnarfirði ?

Arngrímur Guðmundsson

Formaður framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024