Fjármál Reykjanesbæjar, bjöllur klingja
Fyrir nokkrum dögum samþykkti bæjarstjórn Reykjanesbæjar endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2003. Sú aðgerð felst fyrst og fremst í því að fjárhagsáætlun fyrir árið 2003, sem samþykkt var í lok síðasta árs, er breytt til samræmis við raunverulega ráðstöfun tekna sveitarfélagsins. Niðurstaða endurskoðaðrar fjárhagsáætlunarap að þessu sinni er ekki glæsileg. Allt stefnir í að heildarkostnaður sveitarfélagsins, og stofnana þess, fari 500 milljónum króna fram úr áætlun á árinu 2003. Slíkar tölur hafa ekki sést áður. Á pappírunum, og í fréttatilkynningum, er ekki að sjá að staðan sé svona slæm því að þessu sinni er hallinn fjármagnaður með 800 milljóna króna söluhagnaði, sem fékkst af sölu eigna á árinu, og afgangurinn, 300 milljónir, settur fram og skilgreindur sem ,,afgangur” og ,,jákvæð afkoma”. Þótt það sé í strangasta skilningi rétt segir það ekki alla söguna því þegar menn rýna í tölurnar kemur hið rétta í ljós og viðvörunarbjöllur klingja, amk. í mínum eyrum. Það hljóta allir að sjá svona geta menn ekki haldið lengi áfram.
Þessi halli á sér margar skýringar sem ég ætla ekki að rekja hér en bendi áhugasömum aðilum á að kynna sér málin. Helstu ástæður eru þó launahækkanir, miklar framkvæmdir og minni skatttekjur. Bæjaryfirvöld verða að bregðast við með ábyrgum hætti því annars fer illa. Það þarf kjark til þess að standast freistingar og stjórnmálamönnum hættir því miður til að hugsa aðeins í 4 ára tímbilum eða fram að næstu kosningum. Okkur ber hins vegar skylda til að haga aðgerðum þannig að næstu kynslóðir þurfi ekki að bera óeðlilegar fjárhagsbyrðar vegna þeirra skulda sem bæjaryfirvöld á hverjum tíma stofna til og skilja eftir sig.
Nú stendur fjárhagsáætlunargerð hjá Reykjanesbæ fyrir árið 2004 yfir. Mikilvægt er að bæjarfulltrúar hafi kjark til þess að bregðast við þessari þróun með afgerandi hætti. Stuðningur og skilningur bæjarbúa vegna slíkra óhjákvæmilegra aðgerða er mikilvægur. Vinnum saman að lausninni því annars sitja komandi kynslóðir í súpunni.
Kveðja,
Kjartan Már Kjartansson,
Viðskiptafræðingur MBA og
bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Þessi halli á sér margar skýringar sem ég ætla ekki að rekja hér en bendi áhugasömum aðilum á að kynna sér málin. Helstu ástæður eru þó launahækkanir, miklar framkvæmdir og minni skatttekjur. Bæjaryfirvöld verða að bregðast við með ábyrgum hætti því annars fer illa. Það þarf kjark til þess að standast freistingar og stjórnmálamönnum hættir því miður til að hugsa aðeins í 4 ára tímbilum eða fram að næstu kosningum. Okkur ber hins vegar skylda til að haga aðgerðum þannig að næstu kynslóðir þurfi ekki að bera óeðlilegar fjárhagsbyrðar vegna þeirra skulda sem bæjaryfirvöld á hverjum tíma stofna til og skilja eftir sig.
Nú stendur fjárhagsáætlunargerð hjá Reykjanesbæ fyrir árið 2004 yfir. Mikilvægt er að bæjarfulltrúar hafi kjark til þess að bregðast við þessari þróun með afgerandi hætti. Stuðningur og skilningur bæjarbúa vegna slíkra óhjákvæmilegra aðgerða er mikilvægur. Vinnum saman að lausninni því annars sitja komandi kynslóðir í súpunni.
Kveðja,
Kjartan Már Kjartansson,
Viðskiptafræðingur MBA og
bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.