Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Fjarlægjum slysagildrur sem allra fyrst
Mánudagur 3. maí 2010 kl. 09:23

Fjarlægjum slysagildrur sem allra fyrst

Víða má sjá þar sem að Varnarliðið var með allskyns möstur og fjarskiptatæki til sinna starfa fleiri hundruði metra af vírum, stögum og festingar. Einnig hefur undirritaður fundið mikið af gaddavír og öðru drasli sem er öllum sem hætta sér nærri stórhættuleg slysagildra. Mikið hefur færst í vöxt að ganga um þessi svæði og jafnvel með hundana sína. Ekki þarf að spyrja að afleiðingum þess ef ferfætlingarnir fara í gaddavírsgirðingarnar og eða mannfólkið, það verður slys og ekkert annað.


Ég vil skora á þá aðila sem hafa yfirumsjón með þessum svæðum að skoða þann möguleika á að láta fjarlægja þessi leiðindi og slysagildrur sem allra fyrst. Breytum rétt og gerum landið okkar hreint og umhverfisvænna en það var og fjærlægjum einnig slysagildrur sem augljósar eru.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Með vinsemd og virðingu
Tómas J. Knútsson formaður Bláa hersins