Fjárhagsaðstoð
Árið 1991 voru samþykkt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þessi lög eru svokölluð rammalög, en í því felst að með lögunum er skapaðar ákveðin rammi og það er síðan hlutverk sveitarfélaga að þróa reglur um hvaða aðstoð þau veita í samræmi við þau markmið sem sett eru í lögunum. Í 1. gr. laganna segir “ markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar” (Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991).
Eðli málsins samkvæmt er sveitarfélögum í sjálfvald sett hvaða viðmið og reglur þau setja varðandi fjárhagsaðstoð.
Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar vinnur eftir reglum um fjárhagsaðstoð sem félagsmálaráð samþykkti þann 11. nóvember 1997, þar sem tekið er mið af lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Starfsmenn fjölskyldu- og félagsþjónustunnar virða sjálfsákvörðunarrétt skjólstæðinga sinna.
Samkvæmt reglum Reykjanesbæjar um fjárhagsaðstoð, þá skal veita þeim einstaklingum fjárhagsaðstoð:
a) Sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og hafa ónógar tekjur sér til framfærslu og geta ekki séð fyrir sér og sínum.
b) Þar sem löggjöf mælir fyrir um aðgerðir sem hafa fjárútgjöld í för með sér, s.s ákvæði V. ogVI. kafla laga um vernd barna og ungmenna nr. 58/1992.
c) Þar sem fjárhagsaðstoð er nauðsynleg til að fyrirbyggja að einstaklingar og fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta eigi framfleytt sér.
d) Þar sem fjárhagsaðstoð er nauðsynleg sem liður í endurhæfingu eða stuðningi til sjálfshjálpar og slík aðstoð er eigi í verkahring annarra.
Ávallt er athugað hvort önnur úrræði dugi fremur en fjárhagsaðstoð. Fjárhagsaðstoð er veitt í eðlilegum tengslum við önnur úrræði, s.s. ráðgjöf eða leiðbeiningar, ef þörf er talin á og skjólstæðingur æskir þess.
Þegar að fjárhagsaðstoð er reiknuð þá er lagt til grundvallar heildartekjur fjölskyldunnar og miða greiningu á þörf fyrir aðstoð við þær. Launagreiðslur og greiðslur frá T.R. eru reiknaðar sem tekjur.
Húsaleigubætur
Húsaleigubætur voru fyrst greiddar í Reykjanesbæ á árinu 1998. Fyrir tíma húsaleigubóta voru engar tölur til um hversu margir búa í leiguhúsnæði. Ljóst er að sá hópur er töluverður ef marka má þann fjölda sem fær greiddar húsaleigubætur. Á árinu 2000 voru 467 heimili sem fengu greiddar húsaleigubætur í almennri leigu og 952 heimili í félagslegu leiguhúsnæði. Á síðast ári fengu samtals 1428 heimili húsaleigubætur samtals að upphæð kr. 19.919.220 en af þeirri upphæð greiddi ríkið 55%.
Árið 1997 nutu rúmlega 5646 heimili á Íslandi fjárhagsaðstoðar og heildarútgjöld sveitarfélaga voru 950.597.000 kr. Hér er því augljóslega um stórt og mikilvægt viðfangsefni velferðakerfisins að ræða sem snertir hag fjölmarga einstaklinga.
Í Reykjanesbæ er þessum málum þannig háttað að ráðgjafi sinnir afgreiðslu fjárhagsaðstoðar, til að það sé mögulegt þá er nauðsynlegt að viðkomandi mæti í viðtal, til að ráðgjafinn fái þær upplýsingar sem skipta máli til að geta afgreitt málið, en þeir sem eingöngu sækja um húsaleigubætur fylla út þar til gerð eyðublöð og einnig er gott að kynna sér lögin um húsaleigubætur nr. 138/1997.
Elfa Hrund Guttormsdóttir
Ráðgjafi Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar
Eðli málsins samkvæmt er sveitarfélögum í sjálfvald sett hvaða viðmið og reglur þau setja varðandi fjárhagsaðstoð.
Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar vinnur eftir reglum um fjárhagsaðstoð sem félagsmálaráð samþykkti þann 11. nóvember 1997, þar sem tekið er mið af lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Starfsmenn fjölskyldu- og félagsþjónustunnar virða sjálfsákvörðunarrétt skjólstæðinga sinna.
Samkvæmt reglum Reykjanesbæjar um fjárhagsaðstoð, þá skal veita þeim einstaklingum fjárhagsaðstoð:
a) Sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og hafa ónógar tekjur sér til framfærslu og geta ekki séð fyrir sér og sínum.
b) Þar sem löggjöf mælir fyrir um aðgerðir sem hafa fjárútgjöld í för með sér, s.s ákvæði V. ogVI. kafla laga um vernd barna og ungmenna nr. 58/1992.
c) Þar sem fjárhagsaðstoð er nauðsynleg til að fyrirbyggja að einstaklingar og fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta eigi framfleytt sér.
d) Þar sem fjárhagsaðstoð er nauðsynleg sem liður í endurhæfingu eða stuðningi til sjálfshjálpar og slík aðstoð er eigi í verkahring annarra.
Ávallt er athugað hvort önnur úrræði dugi fremur en fjárhagsaðstoð. Fjárhagsaðstoð er veitt í eðlilegum tengslum við önnur úrræði, s.s. ráðgjöf eða leiðbeiningar, ef þörf er talin á og skjólstæðingur æskir þess.
Þegar að fjárhagsaðstoð er reiknuð þá er lagt til grundvallar heildartekjur fjölskyldunnar og miða greiningu á þörf fyrir aðstoð við þær. Launagreiðslur og greiðslur frá T.R. eru reiknaðar sem tekjur.
Húsaleigubætur
Húsaleigubætur voru fyrst greiddar í Reykjanesbæ á árinu 1998. Fyrir tíma húsaleigubóta voru engar tölur til um hversu margir búa í leiguhúsnæði. Ljóst er að sá hópur er töluverður ef marka má þann fjölda sem fær greiddar húsaleigubætur. Á árinu 2000 voru 467 heimili sem fengu greiddar húsaleigubætur í almennri leigu og 952 heimili í félagslegu leiguhúsnæði. Á síðast ári fengu samtals 1428 heimili húsaleigubætur samtals að upphæð kr. 19.919.220 en af þeirri upphæð greiddi ríkið 55%.
Árið 1997 nutu rúmlega 5646 heimili á Íslandi fjárhagsaðstoðar og heildarútgjöld sveitarfélaga voru 950.597.000 kr. Hér er því augljóslega um stórt og mikilvægt viðfangsefni velferðakerfisins að ræða sem snertir hag fjölmarga einstaklinga.
Í Reykjanesbæ er þessum málum þannig háttað að ráðgjafi sinnir afgreiðslu fjárhagsaðstoðar, til að það sé mögulegt þá er nauðsynlegt að viðkomandi mæti í viðtal, til að ráðgjafinn fái þær upplýsingar sem skipta máli til að geta afgreitt málið, en þeir sem eingöngu sækja um húsaleigubætur fylla út þar til gerð eyðublöð og einnig er gott að kynna sér lögin um húsaleigubætur nr. 138/1997.
Elfa Hrund Guttormsdóttir
Ráðgjafi Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar