Fiskeldisfólk í matvælaframleiðslu!
Tómas Knútsson, kafari og fyrrverandi eftirlitsmaður með sjókvíkum við Íslandsstrendur, hefur áhyggjur af þróun laxeldis á Íslandi. Hann fullyrðir í grein sinni að laxeldi í sjókvíum við Íslandsstrendur sé dauðadæmt
Undirritaður hefur fylgst náið með þeirri umræðu sem fiskeldi og starfsemi þess hefur fengið í fjölmiðlum undanfarin misseri, bæði á landsvísu sem og erlendis. Sitt sýnist hverjum í þeim málefnum þar sem allir eru að verja sinn málstað. Andstæðingar vilja ekkert fiskeldi vegna þeirrar óvissu sem náttúran og umhverfið gæti skaðast af, og hins vegar þeir sem hyggjast fjárfesta í fiskeldi í stórum stíl, erlendir sem og innlendir aðilar. Síðan er það ákvörðunarvaldið sem tekur af skarið og setur sinn stimpil á starfsemina og eftir það er ekki aftursnúið.
Fyrir rúmum 15 árum síðan fóru fiskeldismenn af stað hérna suður með sjó og settu lax í sjókví eina undan Keflavíkinni, tæpa 200 metra frá aðalholræsum bæjarins. Þarna var fóðrað og laxinn stækkaði og allir sáu mikinn vaxtarbrodd í þessarri matvælaframleiðslu. Þarna var komið hið ákjósanlegasta tækifæri til að græða peninga, fljótt og örugglega. Eitthvað var samt ekki eins og það átti að vera. Þetta var jú frumraun nokkurra framsýnismanna og allt stefndi í rétta átt, en svo komu áföllin, eitt af öðru. Nótin rifnaði og laxinn fór frjáls ferða sinna, einhverjir tugir tonna og skyndilega áttu allir veiðstangir og sátu á hverri nípunni hér við Keflavíkina og veiddu lax. Lax sem alinn var upp í holræsi bæjarins.
Annað laxeldi fór síðan af stað undir Vogastapa, í stórum og miklum sjókvíum sem áttu að þola allan þann ágang sem íslenskt veðurfar hefur uppá að bjóða, háar öldur, miklar frosthörkur, ísingar, skelja- og þaramyndun. Undirritaður starfaði hjá þessu fiskeldi allan þann tíma sem það lifði og lærði mikið af þessari starfsemi sem þar var. Áföllin voru ekki síðri þarna en hjá fyrirrennurum þeirra í Keflavíkinni. Net rifnuðu, fiskur sýktist, ísing braut kvíarnar, skelja- og þaramyndun var gríðarleg. Nytjafiskarnir okkar, þorskur, ýsa og ufsi gerðust heimakærir og átu fóðurleifar frá kvíunum og ef veitt var í soðið utan við kvíarnar var fóðurbragð af nytjafiskunum okkar. Vörumerki eins og OCEAN FRESH og hvað þau heita nú öll saman misstu marks.
Þetta fiskeldi fór á hausinn og margir áttu um sárt að binda. Eftirlitið var í stakasta lagi og allt hefði getað orðið mjög gott þarna ef bara hin íslenska veðrátta, ótrú bankans á því að fiskeldið þurfti viðhaldsfjármagn og uppgjöf fjárfestanna og eigendanna varð á endanum það sem kláraði áfallið. EN aftur rís landinn og núna er komið að því að standa sig.
Ennþá stærra fiskeldi og ennþá stærri áhætta og ennþá meira í húfi bæði fyrir landann og umhverfi og náttúruna. Núna vilja þeir útlendingar sem eru búnir að drekkja öllum sínum fjörðum í drullu og skít koma til Íslands og hjálpa okkur að fara sömu leið og þeir. Íslenskir fjárfestar og erlendir sjá þvílíka möguleika á þessari matvælaframleiðslu að þetta er það sem landinn getur flutt út sem hágæða matvæli og sett hinn eftirsótta stimpil á OCEAN FRESH.
Ágætu landsmenn, við ættum að leyfa fiskeldismönnum að hugsa sinn gang, bera ábyrgð á gjörðum sínum og íhuga þá staðreynd mjög gaumgæfilega að fiskeldi í sjókvíum við Íslandsstrendur er dauðadæmt, það hefur verið dauðadæmt og mun aldrei verða neitt annað en dauðadæmt. Það sanna allar sjókvíaeldisstöðvar sem settar hafa verið upp hringinn í kringum landið, allar dauðar, náttúran og umhverfið mengað og hróður hins Íslenska vörumerkis OCEAN FRESH komið á vonarvöl.
Tómas J. Knútsson fyrrverandi eftirlitsmaður og kafari með sjókvíum við Íslandsstrendur.
Undirritaður hefur fylgst náið með þeirri umræðu sem fiskeldi og starfsemi þess hefur fengið í fjölmiðlum undanfarin misseri, bæði á landsvísu sem og erlendis. Sitt sýnist hverjum í þeim málefnum þar sem allir eru að verja sinn málstað. Andstæðingar vilja ekkert fiskeldi vegna þeirrar óvissu sem náttúran og umhverfið gæti skaðast af, og hins vegar þeir sem hyggjast fjárfesta í fiskeldi í stórum stíl, erlendir sem og innlendir aðilar. Síðan er það ákvörðunarvaldið sem tekur af skarið og setur sinn stimpil á starfsemina og eftir það er ekki aftursnúið.
Fyrir rúmum 15 árum síðan fóru fiskeldismenn af stað hérna suður með sjó og settu lax í sjókví eina undan Keflavíkinni, tæpa 200 metra frá aðalholræsum bæjarins. Þarna var fóðrað og laxinn stækkaði og allir sáu mikinn vaxtarbrodd í þessarri matvælaframleiðslu. Þarna var komið hið ákjósanlegasta tækifæri til að græða peninga, fljótt og örugglega. Eitthvað var samt ekki eins og það átti að vera. Þetta var jú frumraun nokkurra framsýnismanna og allt stefndi í rétta átt, en svo komu áföllin, eitt af öðru. Nótin rifnaði og laxinn fór frjáls ferða sinna, einhverjir tugir tonna og skyndilega áttu allir veiðstangir og sátu á hverri nípunni hér við Keflavíkina og veiddu lax. Lax sem alinn var upp í holræsi bæjarins.
Annað laxeldi fór síðan af stað undir Vogastapa, í stórum og miklum sjókvíum sem áttu að þola allan þann ágang sem íslenskt veðurfar hefur uppá að bjóða, háar öldur, miklar frosthörkur, ísingar, skelja- og þaramyndun. Undirritaður starfaði hjá þessu fiskeldi allan þann tíma sem það lifði og lærði mikið af þessari starfsemi sem þar var. Áföllin voru ekki síðri þarna en hjá fyrirrennurum þeirra í Keflavíkinni. Net rifnuðu, fiskur sýktist, ísing braut kvíarnar, skelja- og þaramyndun var gríðarleg. Nytjafiskarnir okkar, þorskur, ýsa og ufsi gerðust heimakærir og átu fóðurleifar frá kvíunum og ef veitt var í soðið utan við kvíarnar var fóðurbragð af nytjafiskunum okkar. Vörumerki eins og OCEAN FRESH og hvað þau heita nú öll saman misstu marks.
Þetta fiskeldi fór á hausinn og margir áttu um sárt að binda. Eftirlitið var í stakasta lagi og allt hefði getað orðið mjög gott þarna ef bara hin íslenska veðrátta, ótrú bankans á því að fiskeldið þurfti viðhaldsfjármagn og uppgjöf fjárfestanna og eigendanna varð á endanum það sem kláraði áfallið. EN aftur rís landinn og núna er komið að því að standa sig.
Ennþá stærra fiskeldi og ennþá stærri áhætta og ennþá meira í húfi bæði fyrir landann og umhverfi og náttúruna. Núna vilja þeir útlendingar sem eru búnir að drekkja öllum sínum fjörðum í drullu og skít koma til Íslands og hjálpa okkur að fara sömu leið og þeir. Íslenskir fjárfestar og erlendir sjá þvílíka möguleika á þessari matvælaframleiðslu að þetta er það sem landinn getur flutt út sem hágæða matvæli og sett hinn eftirsótta stimpil á OCEAN FRESH.
Ágætu landsmenn, við ættum að leyfa fiskeldismönnum að hugsa sinn gang, bera ábyrgð á gjörðum sínum og íhuga þá staðreynd mjög gaumgæfilega að fiskeldi í sjókvíum við Íslandsstrendur er dauðadæmt, það hefur verið dauðadæmt og mun aldrei verða neitt annað en dauðadæmt. Það sanna allar sjókvíaeldisstöðvar sem settar hafa verið upp hringinn í kringum landið, allar dauðar, náttúran og umhverfið mengað og hróður hins Íslenska vörumerkis OCEAN FRESH komið á vonarvöl.
Tómas J. Knútsson fyrrverandi eftirlitsmaður og kafari með sjókvíum við Íslandsstrendur.