Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Finnst þér eins og enginn skilji þig?
Miðvikudagur 11. febrúar 2004 kl. 11:30

Finnst þér eins og enginn skilji þig?

Sjálfshjálparhópur  er tekinn til starfa fyrir alla þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða og búa á Suðurnesjum.  Hópurinn hefur aðsetur í Sjálfsbjargarhúsinu að Fitjabraut 6c í Njarðvík. Þar kemur fólk saman vegna sameiginlegrar reynslu á vandamáli á hverjum fimmtudegi, húsið opnar kl. 19:30 og fundurinn sjálfur byrjar kl. 20:00, áætlaður fundartími er um það bil einn klukkutími.  Lögð er áhersla á samkennd, að miðla reynslu, að hlusta og að eiga góða stund saman.  Fólk hittist á jafningjagrunni og allar upplýsingar sem koma fram innan hópsins eru trúnaðarmál.  Sjálfshjálparhópur er hópur fólks sem deilir sama vandamáli eða lífsreynslu.  Í slíkum hóp skapast oft sérstakt andrúmsloft samkenndar og skilnings.  Það að deila reynslu og vonum gerir fundarmönnum kleift að sýna gagnkvæman stuðning og gefa góðar ráðleggingar. Hugmyndafræðin að baki sjálfshjálparhópum byggir á sjálfshjálp með samhjálp.  Hver meðlimur hópsins ber ábyrgð á því að halda hópnum gangandi og að spjara sig sjálfur.  Í sjálfshjálparhóp eru allir jafnir - allir meðlimir hópsins búa yfir einhverskonar þekkingu sem nýtist við að taka á sameiginlegum vandmálum.  Í hópnum finnurðu tilfinningalegan stuðning, upplýsingar, ráðgjöf og vináttu. 
Fundirnir eru öllum opnir sem eru að kljást við Átröskun, Einelti, Félagsfælni, Geðhvörf, Kvíðaröskun og Þunglyndi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024