Fíknivandinn – hver er staðan og hvað er til ráða?
Kvennahreyfing Samfylkingarinnar á Suðurnesjum býður til fræðslu- og umræðufundar um fíknivandann í Íþróttaakademíunni v/Krossmóa í kvöld miðvikudaginn 5. október kl.19.30.
Sigvaldi Arnar Lárusson lögreglumaður fíkniefnadeildar, ræðir stöðuna á Suðurnesjum. Arnar Jan Jónsson fræðir okkur um neyslu ungs fólks, áhættu og hegðun. Að lokum kynnir Svala Jóhannesdóttir verkefnastýra Konukots og Frú Ragnheiðar sem rekið er af Rauðakross Íslands og fræðir okkur svo um skaðaminnkandi hugmyndafræði sem beinir sjónum sínum að afleiðingum og áhættu fíknihegðunar
Fundurinn hefst kl. 19.30 miðvikudaginn 5. október í ráðstefnusal Akademíunar.
Allir velkomnir.
Kvennahreyfing Samfylkingarinnar á Suðurnesjum