Fermingarskeytasala KFUM og KFUK
Hin árlega fermingarskeytasala KFUM og KFUK fer fram sunnudagana 18. mars, 25. mars og 1. apríl 2007 í KFUM og KFUK húsinu að Hátúni 36 frá kl 10.00-17.00.
Skeytaeyðublöð og texti eru mismunandi sem dæmi um texta:
1. Kæra fermingarbarn og foreldrar, óskum ykkur til hamingju og blessunar í framtíðinni.
2. Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn.
3. Guð blessi þér fermingardaginn og framtíð alla.
Einnig er hægt að fá aðra texta samkvæmt óskum. Boðið verður upp á símaþjónustu í síma 421-4590, þú getur hringt og gefið upp númerið á VISA eða EUROCARD greiðslukortinu þínu og við sendum skeytin fyrir þig.
Fólki er bent á að hægt er að panta skeyti fyrir alla fermingardagana í einni ferð eða einu símtali. Verð á skeyti er 600 krónur.
Einnig er tekið við skeytum til fermingarbarna í Garði og Sandgerði.
Fermingarskeytasala verður í Sandgerði sunnudagana 1. apríl og 5. apríl í Leikskólanum Sólborg frá kl. 10.00-17.00.
Með fyrirfram þökk.
KFUM OG KFUK.