Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Ferð í Brennisteinsfjöll 20. ágúst
Mánudagur 14. ágúst 2006 kl. 11:47

Ferð í Brennisteinsfjöll 20. ágúst

Þann 20. ágúst munu Leiðsögumenn Reykjaness, Ferlir, Landvernd og Ferðafélag Íslands standa fyrir ferð í Brennisteinsfjöll austan við Kleifarvatn á Reykjanesskaga. Ferðin hefst á fræðslufundi þar sem Ari Trausti Guðmundsson fjallar um mótun og myndun Reykjanesskagans og síðan mun Eyjólfur Sæmundsson segja frá Brennisteinsfjöllum í erindi sem ber yfirskriftina „náttúruperla innan seilingar“.  Svæðið frá Stóra Kóngsfelli suður og vestur fyrir Brennisteinsfjöll eru ósnortin víðerni. Fágætt er að slíkar landslagsheildir sé að finna svo nálægt þéttbýli

Ferðafélag Íslands annast skráningu í ferðina og er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða í síma 568 2533.  Mæting er í Mörkinni 6. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Leiðsögumanna Reykjanes, www.leidsogumenn.is.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024