Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 15. apríl 2002 kl. 23:06

Félgslíf og vinátta

Góðir lesendur. Mig langar að víkja að félagslífinu nú til dags og hvernig það kemur mér fyrir sjónir. Áður fyrr voru sjálfboðaliðar boðnir og búnir til að leggja félagi sínu lið án þess að þiggja laun fyrir. Nú er varla hægt að fá nokkurn mann án þess að hann vilji fá laun fyrir verkið sem þarf að vinna fyrir félag sitt. Ef sagt er „Nei, þetta á að vera sjálfboðavinna“, kemur ýmis fyrirsláttur, s.s. „Ég er upptekinn heima“ eða „ég er svo vondur í bakinu að ég treysti mér ekki í þetta“. Svona hefur MAMON náð tökum á manninum.Ég segir ekki að það séu ekki undantekningar og það er enn til fólk sem er tilbúið að vinna launalaust fyrir sitt félag. Ég hef alla tíð haldið að félagslíf og vinátta væri það dýrmætasta sem sem hver maður á. Hún væri dýrmætari en allir fjármunir. En því miður ríkir sá hugsunarháttur hjá sumum að MAMON sé í hærri metum en vinátta. En sá sem eignast vináttu annars manns, eignast dýrmæta gjöf.

Það getur meira en vel verið að ég sé dómharður í þessum efnum, en svona kemur þetta mér fyrir sjónir. Síðastliðið sumar var ég að vinna hjá mínu félagi og þá var ég oft spurður hvað ég fengi fyrir þetta. Ég sagði að ég fengi kaffisopa fyrir. þá var horft á mig stórum augum. Ég gerði það oft að spyrja menn sem komu hvort þeir væru ekki tilbúnir að hjálpa mér við þetta. Yfirleitt var mér ekki svarað og gengið burt. Fyrir unga sem aldna er sjálfboðavinna bæði góð og þörf kynning innan félagsins og einnig kemur það sem ég nefndi fyrr í greininni, að þú getur eignast góðan vin og félaga og þar sem kynslóðabilið ekki neitt. Einnig er þessi vinátta þroskandi félagslega og kennir okkur einngi mannleg samskipti. Mannleg samskipti eru oft lykillinn að góðum félagsskap og vináttu.
Ég kom aðeins við fyrr í greinninni að það væri margur sem mæti MAMON meira en vináttu og félagsskap. Þetta hef ég margoft rekið mig á undanfarin ár. Ég segi því miður og það fer þverrandi að hægt sé að fá menn í sjálfboðavinnu.

Það er einnig gott fyrir foreldra að hafa það hugfast að kenna börnum sínum að umgangast félaga sína með vináttu og virðingu, og á þetta bæði við unga sem aldna. Ég hef orðið þess var að ef yrt er á sum ungmenni og þau beðin að ganga vel um þá fær maður þessi svör: „Þér kemur þetta ekki við“, eða „þú ræður ekki hér“. Það sem ég á við er, að þessi ungmenni þurfa að læra kurteisi og mannleg samskipti. Það eiga þau að geta lært hjá foreldrum heima hjá sér. Félagsleg samskipti og vinátta eru gulls í gildi.
Ég vona bara að þessi pistill komi mönnum til að skipta um skoðun og koma til félags síns þegar það kallar á hjálp við að vinna smá stund án þess að taka laun fyrir.
Virðingarfyllst,
Friðjón Þorleifsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024