Félagsleg endurreisn kaupfélaganna

Um þetta mál hefur verið nokkuð rætt meðal áhugamanna um rekstur kaupfélaga almennt. Ýmsar tillögur hafa komið fram um hvernig best værri að koma að því endurreisnarstarfi miðað við aðstæður í dag.  Ein af þeim tillögum gengur út frá þvi sjónarmiði að gömlu félöginn hjálpi til í því endureisnarstarfi og  teldi ég það gott fyrirkomulag.  Af viðræðum við ýmsa forystumenn  bæði gömlu félaganna og þeirra sem væntanlega mundu verða í forustusveit nýrra felaga tel ég að mikill áhugi sé meða forystumanna almennt um að taka til starfa og endureisa félögin með  aukið samvinnustarf að leiðarljósi.  Samkaup hf., sem er að stærstum hluta í eigu Kaupfélags Suðurnesja og Kaupfélags Borgfirðinga  hefur á undanförnum árum gefið út afsláttarkort til  félagsmanna með  frá 2% upp í 30% afslæti  eftir vörutegundum.  Fleiri félög  hafagert slíkan samning við  Samkaup um að þeirra félagsmenn njóti sömu kjara. Má þar nefna  Kaupfélag  Héraðsbúa  o  fl.  Almennur áhugi er meðal félagsmanna gömlu félaganna um að endurvekja félögin og er vonandi að það takist.
Það gæti gerst t.d. þannig að þau af gömlu kaupfélögunum sem hætt hafa  rekstri verði heimsótt af þar til gerðri  nefnd  sem  kosinn yrði á aðalfundi Samkaupa til að vinna að endurreisninni. Nefndin ásamt heimamönnum safni saman gög num um alla félagsmenn viðkomandi félags og bjóði  þeim að gerast félagar í nýju félagi með sama eða stærra félagssvæði.  Félagsgjald  væri mjög  lítið t.d eitthundrað krónur.  Siðan yrði boðað til aðalfunda og kosnar stjórnir er tæki við verkefnum félagsins.  Eitt af fyrstu verkefnum stjórnanna væriað semja við Samkaup um að félagar í nýju félögunum  njóti sömu afsláttarkjara og önnur félög. Lög gömlu félaganna eru flest til og þeim má breyta með lítilli vinnu og aðlaga þau að breyttum aðstæðum það yrði að sjálfsögðu verkefni stjórnanna.
Eftir nokkurn tíma verður komin reynsla á þetta fyrirkomulag og kæmi þá til álita hvort ætti að halda áfram á sama hátt eða breyta  fyrirkomulaginu eftir  því sem menn teldu vænlegast til árangurs.
Ég tel að innan Samkaupa og Kaupfélags Suðurnesja sé þegar nokkur áhugi á að gera tilraun í þessa veru og er vonandi að það takist og allir gömlu félagsmennirnir  ásamt nýjum verði með og endurreisi þar með sitt kaupfélag.
Gunnar Sveinsson 
fv. kaupfélagsstjóri.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				