Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Feðgar á fullri ferð í Vatnaskógi
Fimmtudagur 23. ágúst 2012 kl. 10:20

Feðgar á fullri ferð í Vatnaskógi

Feðgahelgar hafa verið haldnar í Vatnaskógi undanfarin ár.  Þar koma saman strákar á aldrinum 7-99 ára.

Feður, synir, afar, langafar.  Margir Suðurnesjamenn þekkja Vatnaskóg og eiga þaðan góðar minningar.

Aðrir þekkja hann af afspurn og láta sig dreyma um að komast þangað.  Nú er tækifæri.  Helgarnar 24.-26. ágúst og 31. ágúst - 2. september er boðið uppá Feðgaflokk í Vatnaskógi.  Íþróttir, bátar, útivera, kvöldvökur, söngur, arineldur, hlátur, matur, gleði, spjall ofl. ofl.

Nánari upplýsingar fást á vatnaskogur.is.

Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur Útskálaprestakalli

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024