Febrúarfundur Krabbameinsfélags Suðurnesja og stuðningshópsins Sunnan 5 í kvöld
Febrúarfundur Krabbameinsfélags Suðurnesja og stuðnings-hópsins Sunnan 5 verður í kvöld kl. 20.00 að Smiðjuvöllum 8 (húsi Rauða krossins) í Keflavík. Á fundinum ætlar Marta Guðmundsdóttir frá Grindavík að spjalla við gesti um reynslu sína af því að greinast með brjóstakrabbamein og meðferðina sem hún gekkst undir. Hún mun einnig segja frá væntanlegri göngu sinni þvert yfir Grænlandsjökul í maí n.k. Gangan er 600 km löng og er til að minna á baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Markmið stuðningshópsins Sunnan 5 er að einstaklingar sem greinst hafa með krabbamein hitti aðra sem gengið hafa í gegnum svipaða reynslu. Allir velkomnir. Heitt á könnunni.