Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Fáum ekki fjögurra ára frí á milli kosninga
  • Fáum ekki fjögurra ára frí á milli kosninga
Fimmtudagur 1. maí 2014 kl. 09:00

Fáum ekki fjögurra ára frí á milli kosninga

Saga lýðræðis á Íslandi er nánast jafn löng og saga þjóðarinnar. Ef til vill tökum því stundum sem sjálfsögðum hlut. Kjósum og skiptum okkur svo ekki meira af næstu fjögur árin. En þetta er að breytast. Þátttaka almennings í samfélagslegum ákvörðunum er grundvöllur þess að lýðræðið virki. Allir hafa eitthvað fram að færa.

Skiptum okkur af
Að mínu mati vakti Hrunið haustið 2008 þjóðina af værum blundi. Fólk áttaði sig á því að stofnanir sem það hélt að það gæti treyst voru ekki traustins verðar. Almenningur reis upp og mótmælti. Síðan þá hefur umræðan um þjóðfélagsmál almennt aukist og breyst. Í síðustu alþingiskosningum komu fjölmörg ný framboð fram á sjónarsviðið. Sú hugsun að stjórnun sé einkamál lítils hóps er sem betur fer liðin tíð. Þessar breytingar eru liður í framþróun, ákveðinni vakningu og mér sýnist sem það sama sé að gerast hér í Reykjanesbæ.

Máttlaus umræða
Í Reykjanesbæ hafa nú nokkur ný framboð tilkynnt þátttöku sína í komandi sveitastjórnarkosningum sem er af hinu góða. Það er engu bæjarfélagi hollt að hafa sama fólkið við stjórnvölinn árum og jafnvel áratugum saman. Valdaklíkur myndast, gagnrýnin þynnist út og umræðan verður máttlaus. Í þannig umhverfi þrífst raunverulegt lýðræði ekki. Svona er ástandið orðið í bæjarfélaginu okkar og því þurfum við að breyta í næstu kosningum með því að kjósa nýtt fólk til að fara með stjórnun bæjarfélagsins.

Nýjar áherslur
Innra eftirlit með fjármálum bæjarfélagsins verður að styrkja og áætlanir um fjármál og uppbyggingu bæjarfélagsins verða að vera raunhæfar. Einnig er kominn tími á nýjar áherslur í atvinnumálum og styrkingu félagsþjónustunnar sem og aukið íbúalýðræði. Framboðslisti Framsókn í Reykjanesbæ skartar nú öflugu fólki með ferskar hugmyndir og nýjar áherslur. Stefnuskrá framboðsins verður kynnt 2. maí þegar kosningaskrifstofan Hafnargötu 62 verður opnuð með pompi og prakt og kynning á frambjóðendum og nánari upplýsingar um framboðið má nú finna á heimasíðunni: www.framsokn.com.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður og skipar 22. sæti á lista Framsóknar í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024